Innlent

Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina

Jón Þór Stefánsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur mun dæma í málinu.
Héraðsdómur Reykjavíkur mun dæma í málinu. Vísir/Vilhelm

Maður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu í þrígang í herbergi hennar á gistiheimili.

Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa ýmsar upplýsingar verið afmáðar, líkt og hvenær meint nauðgun á að hafa verið framan, nema að hún hafi átt sér stað um aðfaranótt ótilgreinds mánudags.

Maðurinn er í ákærunni sagður hafa haft samræði við konuna í þrígang án hennar samþykkis. Hann hafi notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar.

Fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka víðs vegar um líkamann.

Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið fyrir Héraðsómi Reykjavíkur.

Fyrir hönd konunnar er þess krafist að maðurinn greiði henni fjórar milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×