Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2025 09:19 Samþykkt var að fresta fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um kolefnisgjald á stór flutningaskip fram á næsta ár. Bandaríkjastjórn beitti gegndarlausum þrýstingi til þess að fresta ákvörðuninni. AP/Hiro Jomae Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum. Hótanirnar áttu sér stað við samningaviðræður í kringum fund Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fór fram í London í síðustu viku. Þar átti að samþykkja aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá skipasiglingum. Fundinum lauk án samkomulags, meðal annars vegna harðrar andstöðu Bandaríkjastjórnar. Undir stjórn repúblikana, sem hafna vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga hefur Bandaríkjastjórn barist hart gegn hvers kyns aðgerðum sem er ætlað að taka á vandanum. Svo rammt kvað að þessari andstöðu Bandaríkjastjórnar að samningamenn hennar hótuðu evrópskum fulltrúum á fundinum hefndaraðgerðum kysu þeir ekki með Bandaríkjamönnunum, að sögn blaðsins Politico sem byggir á samtölum við átta sendifulltrúa, embættismenn og áheyrnarfulltrúa félagasamtaka frá Evrópu sem sátu fundinn. Hótað að svipta skyldmenni landvistarleyfi í Bandaríkjunum Einn fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að evrópskir samningamenn hafi verið kallaðir á fund í bandaríska sendiráðinu í London þar sem þeir hefðu mátt sitja undir hótunum, meðal annars um að hætt yrði við viðskipti og að skyldmenni þeirra yrðu sviptir vegabréfsáritun í Bandaríkjunum, ef þeir fylgdu ekki Bandaríkjunum að málum á fundi IMO. „Samningamenn okkar höfðu aldrei séð annað eins í nokkrum alþjóðlegum viðræðum,“ sagði embættismaðurinn. Politico veitti heimildarmönnum sínum nafnleynd vegna ótta þeirra við að Bandaríkjamennirnir gerðu alvöru úr hótunum sínum í hefndarskyni. Undir stjórn Donalds Trump og repúblikana hefur bandaríska alríkisstjórnin sýnt valdboðstilhneigingar í anda ríkja eins og Rússlands eða Ungverjalands. Hótanir hennar í garð erlendra erindreka í alþjóðlegum samningaviðræðum eru nýjasta dæmið um hvernig hún brýtur reglur í samskiptum við önnur ríki.EPA Tónninn hafði þegar verið sleginn fyrir fundinn af hálfu Bandaríkjamannanna. Í opinberri yfirlýsingu hótuðu ráðherrar utanríkis-, samgöngu- og orkumála að beita refsitollum, hafnargjöldum og takmörkunum á vegabréfsáritanir áhafna til þess að fæla ríki frá því að leggja gjöld á kolefnislosun flutningaskipa. Einnig sögðu þeir að til greina kæmi að beita embættismenn refsiaðgerðum ef þeir styddu loftslagsaðgerðir sem „aðgerðarsinnar“ ættu frumkvæðið að. „Kjaftæði í gangi“ Þrýstingur Bandaríkjastjórnar einskorðaðist heldur ekki við Evrópuríki. Orku- og landbúnaðarráðherrar Bandaríkjanna sögðust sjálfir hafa hringt persónulega í fulltrúa fleiri en tuttugu ríkja og hótað Karíbahafsríkjum refsitollum ef þau féllust ekki á að fresta ákvörðun um losun skipaumferðar. Ralph Regenvanu, loftslagsráðherra eyríkisins Vanúatú, segir að eyríki hafi sætt gegndarlausum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. „Það er kjaftæði í gangi,“ sagði hann við Politico. iðVanúatú er eitt það ríkja heims sem á hvað mest undir að mannkynið dragi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hækkandi sjávarstaða vegna hlýnunar jarðar er tilvistarleg ógn við samfélag manna þar. Á bilinu tvö til þrjú prósent af losun manna á gróðurhúsalofttegundum stafar frá alþjóðasiglingum. Tillagan sem IMO fjallaði um á fundinum í London felur meðal annars í sér að stór flutningaskip, sem standa fyrir um 85 prósent af losun frá alþjóðasiglingum, yrðu felld undir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og að auknar kröfur yrðu gerðar til þess eldsneyti sem skipin brenna. Bandaríkin Donald Trump Skipaflutningar Hafið Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Vanúatú Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Hótanirnar áttu sér stað við samningaviðræður í kringum fund Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fór fram í London í síðustu viku. Þar átti að samþykkja aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá skipasiglingum. Fundinum lauk án samkomulags, meðal annars vegna harðrar andstöðu Bandaríkjastjórnar. Undir stjórn repúblikana, sem hafna vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga hefur Bandaríkjastjórn barist hart gegn hvers kyns aðgerðum sem er ætlað að taka á vandanum. Svo rammt kvað að þessari andstöðu Bandaríkjastjórnar að samningamenn hennar hótuðu evrópskum fulltrúum á fundinum hefndaraðgerðum kysu þeir ekki með Bandaríkjamönnunum, að sögn blaðsins Politico sem byggir á samtölum við átta sendifulltrúa, embættismenn og áheyrnarfulltrúa félagasamtaka frá Evrópu sem sátu fundinn. Hótað að svipta skyldmenni landvistarleyfi í Bandaríkjunum Einn fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að evrópskir samningamenn hafi verið kallaðir á fund í bandaríska sendiráðinu í London þar sem þeir hefðu mátt sitja undir hótunum, meðal annars um að hætt yrði við viðskipti og að skyldmenni þeirra yrðu sviptir vegabréfsáritun í Bandaríkjunum, ef þeir fylgdu ekki Bandaríkjunum að málum á fundi IMO. „Samningamenn okkar höfðu aldrei séð annað eins í nokkrum alþjóðlegum viðræðum,“ sagði embættismaðurinn. Politico veitti heimildarmönnum sínum nafnleynd vegna ótta þeirra við að Bandaríkjamennirnir gerðu alvöru úr hótunum sínum í hefndarskyni. Undir stjórn Donalds Trump og repúblikana hefur bandaríska alríkisstjórnin sýnt valdboðstilhneigingar í anda ríkja eins og Rússlands eða Ungverjalands. Hótanir hennar í garð erlendra erindreka í alþjóðlegum samningaviðræðum eru nýjasta dæmið um hvernig hún brýtur reglur í samskiptum við önnur ríki.EPA Tónninn hafði þegar verið sleginn fyrir fundinn af hálfu Bandaríkjamannanna. Í opinberri yfirlýsingu hótuðu ráðherrar utanríkis-, samgöngu- og orkumála að beita refsitollum, hafnargjöldum og takmörkunum á vegabréfsáritanir áhafna til þess að fæla ríki frá því að leggja gjöld á kolefnislosun flutningaskipa. Einnig sögðu þeir að til greina kæmi að beita embættismenn refsiaðgerðum ef þeir styddu loftslagsaðgerðir sem „aðgerðarsinnar“ ættu frumkvæðið að. „Kjaftæði í gangi“ Þrýstingur Bandaríkjastjórnar einskorðaðist heldur ekki við Evrópuríki. Orku- og landbúnaðarráðherrar Bandaríkjanna sögðust sjálfir hafa hringt persónulega í fulltrúa fleiri en tuttugu ríkja og hótað Karíbahafsríkjum refsitollum ef þau féllust ekki á að fresta ákvörðun um losun skipaumferðar. Ralph Regenvanu, loftslagsráðherra eyríkisins Vanúatú, segir að eyríki hafi sætt gegndarlausum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. „Það er kjaftæði í gangi,“ sagði hann við Politico. iðVanúatú er eitt það ríkja heims sem á hvað mest undir að mannkynið dragi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hækkandi sjávarstaða vegna hlýnunar jarðar er tilvistarleg ógn við samfélag manna þar. Á bilinu tvö til þrjú prósent af losun manna á gróðurhúsalofttegundum stafar frá alþjóðasiglingum. Tillagan sem IMO fjallaði um á fundinum í London felur meðal annars í sér að stór flutningaskip, sem standa fyrir um 85 prósent af losun frá alþjóðasiglingum, yrðu felld undir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og að auknar kröfur yrðu gerðar til þess eldsneyti sem skipin brenna.
Bandaríkin Donald Trump Skipaflutningar Hafið Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Vanúatú Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira