Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Árni Sæberg skrifar 3. nóvember 2025 16:51 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa stofnað reikninga á Instagram og birt þar nektarmyndir af konunni. Í ákærunni segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot framin á árunum 2020 og 2021 gegn fyrrverandi kærustu sinni. Ákæran er í átta liðum. Myndir af konunni berri að neðan í fjöru Í þeim fyrsta er ákærður fyrir að hafa sent konunni tölvupósta og ein skilaboð á óþekktum samfélagsmiðli, með hótunum um að dreifa nektarmyndum af konunni og myndabandi, sem sýnir nekt hennar, auk þess að senda henni slíkar myndir og myndband. Háttsemi hans hafi verið til þess fallin að vekja hræðslu og kvíða hjá henni, særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Í ákæruliðum tvö til sex er manninum gefið að sök að hafa dreift nokkrum fjölda nektarmynda á Instagramreikningum. Meðal myndanna sem hann er sakaður um að dreifa eru myndir sem sýna konuna bera að neðan í fjöru. Þá er hann ákærður fyrir að hafa dreift tengli inn á vefsvæði sitt á ótilgreindri vefsíðu og birt þar 21 nektarmynd af konunni, sem hafi verið til þess fallnar að smána hana og móðga. Stílaði bréf á helstu fjölmiðla Bretlands Loks er maðurinn ákærður fyrir að hafa sent bréf, sem stílað var á helstu fjölmiðla Bretlands, á vinkonu konunnar. Þar hafi meðal annars komið fram viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um líf konunnar og foreldra hennar, auk þess sem vísað hafi verið á einn þeirra Instagramreikninga sem maðurinn hafði stofnað. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til þess að þola upptöku á farsíma og fartölvu. Þá segir í ákærunni að af hálfu konunnar sé gerð krafa um að manninum verði gert að greiða henni sjö milljónir króna í miskabætur. Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Í ákærunni segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot framin á árunum 2020 og 2021 gegn fyrrverandi kærustu sinni. Ákæran er í átta liðum. Myndir af konunni berri að neðan í fjöru Í þeim fyrsta er ákærður fyrir að hafa sent konunni tölvupósta og ein skilaboð á óþekktum samfélagsmiðli, með hótunum um að dreifa nektarmyndum af konunni og myndabandi, sem sýnir nekt hennar, auk þess að senda henni slíkar myndir og myndband. Háttsemi hans hafi verið til þess fallin að vekja hræðslu og kvíða hjá henni, særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Í ákæruliðum tvö til sex er manninum gefið að sök að hafa dreift nokkrum fjölda nektarmynda á Instagramreikningum. Meðal myndanna sem hann er sakaður um að dreifa eru myndir sem sýna konuna bera að neðan í fjöru. Þá er hann ákærður fyrir að hafa dreift tengli inn á vefsvæði sitt á ótilgreindri vefsíðu og birt þar 21 nektarmynd af konunni, sem hafi verið til þess fallnar að smána hana og móðga. Stílaði bréf á helstu fjölmiðla Bretlands Loks er maðurinn ákærður fyrir að hafa sent bréf, sem stílað var á helstu fjölmiðla Bretlands, á vinkonu konunnar. Þar hafi meðal annars komið fram viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um líf konunnar og foreldra hennar, auk þess sem vísað hafi verið á einn þeirra Instagramreikninga sem maðurinn hafði stofnað. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til þess að þola upptöku á farsíma og fartölvu. Þá segir í ákærunni að af hálfu konunnar sé gerð krafa um að manninum verði gert að greiða henni sjö milljónir króna í miskabætur.
Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira