Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar 3. nóvember 2025 20:00 Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar