Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Aron Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2025 10:32 Reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson hefur lengi vel staðið vaktina í marki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. vísir/Anton Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram og handboltasérfræðingur segir góða frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í seinni leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum þaggað niður í efasemdarröddum þess efnis hvort hann ætti að fara með liðinu á EM í janúar. Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira