Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 11:03 Kári Stefánsson var forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar þegar atvik málsins urðu og Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Vilhelm/Einar Hæstiréttur hefur fallist á kröfur Íslenskrar erfðagreiningar um ógildingu á úrskurði Persónuverndar, um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuverndarlögum í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í málinu klukkan 11. Dóminn má lesa hér. Hæstiréttur dæmdi Persónuvernd til þess að greiða Íslenskri erfðagreiningu fjórar milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ekki fallist á neyð vegna ástandsins í samfélaginu Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur sneri þeim dómi við og sýknaði Persónuvernd í nóvember í fyrra. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Litaði forsetakosningar Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga. Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Dómsmál Íslensk erfðagreining Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í málinu klukkan 11. Dóminn má lesa hér. Hæstiréttur dæmdi Persónuvernd til þess að greiða Íslenskri erfðagreiningu fjórar milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ekki fallist á neyð vegna ástandsins í samfélaginu Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur sneri þeim dómi við og sýknaði Persónuvernd í nóvember í fyrra. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Litaði forsetakosningar Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga.
Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Dómsmál Íslensk erfðagreining Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira