Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar 6. nóvember 2025 08:32 Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir. Hingað til hefur þessi leið aðeins verið framlengd til eins árs í senn í tíð fyrri ríkisstjórna. Slíkt hefur valdið óvissu og gert ungu fólki erfitt fyrir að treysta á úrræðið þegar það skipuleggur fyrstu íbúðarkaup. Með því að gera leiðina varanlega er loksins tryggður fyrirsjáanleiki. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði í húsnæðismálum. Ungt fólk þarf að geta skipulagt sparnað, metið lánshæfi og tekið ákvarðanir byggðar á stöðugu umhverfi, ekki bráðabirgðaúrræði sem renna út árlega. Nú þegar úrræðið hefur verið gert varanlegt verður séreignarsparnaður að raunhæfu hjálpartæki til að komast inn á markaðinn og lækka greiðslubyrði. Viðreisn hefur lengi lagt áherslu á að ungt fólk fái raunhæfan möguleika á að eignast eigið heimili. Þess vegna er jákvætt að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og það undir forystu fjármálaráðherra Viðreisnar. Með þessu úrræði skapast meira svigrúm til að safna fyrir útborgun og greiða niður höfuðstól lána á skipulegan hátt. Þetta getur skipt miklu fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Há húsaleiga gerir mörgum erfitt fyrir að safna nægilega hratt. Með því að geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á lán eða inn í fyrstu kaup verður auðveldara að stíga þetta mikilvæga skref. Fyrir marga er þetta munurinn á því að vera fastur á dýrum og ótryggum leigumarkaði eða að komast inn í eigið húsnæði. Auðvitað er þetta úrræði eitt og sér engin töfralausn á húsnæðisvandanum í heild. Við þurfum áfram að vinna að auknu framboði og bættum lánskjörum. Slíkar lausnir voru einmitt boðaðar í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í seinustu viku og fleiri aðgerðir eru væntanlegar á næsta ári. Að festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi er þó mikilvægt skref sem ég fagna sérstaklega enda styður hún sérstaklega ungt fólk í að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir. Hingað til hefur þessi leið aðeins verið framlengd til eins árs í senn í tíð fyrri ríkisstjórna. Slíkt hefur valdið óvissu og gert ungu fólki erfitt fyrir að treysta á úrræðið þegar það skipuleggur fyrstu íbúðarkaup. Með því að gera leiðina varanlega er loksins tryggður fyrirsjáanleiki. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði í húsnæðismálum. Ungt fólk þarf að geta skipulagt sparnað, metið lánshæfi og tekið ákvarðanir byggðar á stöðugu umhverfi, ekki bráðabirgðaúrræði sem renna út árlega. Nú þegar úrræðið hefur verið gert varanlegt verður séreignarsparnaður að raunhæfu hjálpartæki til að komast inn á markaðinn og lækka greiðslubyrði. Viðreisn hefur lengi lagt áherslu á að ungt fólk fái raunhæfan möguleika á að eignast eigið heimili. Þess vegna er jákvætt að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og það undir forystu fjármálaráðherra Viðreisnar. Með þessu úrræði skapast meira svigrúm til að safna fyrir útborgun og greiða niður höfuðstól lána á skipulegan hátt. Þetta getur skipt miklu fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Há húsaleiga gerir mörgum erfitt fyrir að safna nægilega hratt. Með því að geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á lán eða inn í fyrstu kaup verður auðveldara að stíga þetta mikilvæga skref. Fyrir marga er þetta munurinn á því að vera fastur á dýrum og ótryggum leigumarkaði eða að komast inn í eigið húsnæði. Auðvitað er þetta úrræði eitt og sér engin töfralausn á húsnæðisvandanum í heild. Við þurfum áfram að vinna að auknu framboði og bættum lánskjörum. Slíkar lausnir voru einmitt boðaðar í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í seinustu viku og fleiri aðgerðir eru væntanlegar á næsta ári. Að festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi er þó mikilvægt skref sem ég fagna sérstaklega enda styður hún sérstaklega ungt fólk í að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun