Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar 6. nóvember 2025 21:03 Í svari ríkislögreglustjóra þann 5. nóvember, við beiðni dómsmálaráðherra um upplýsingar vegna furðulegra kaupa á „ráðgjöf“ fyrir á annað hundrað milljónir, segir eftirfarandi: „Embætti ríkislögreglustjóra tekur mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslna til verktaka. Við höfum unnið að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð sem ætlað er að tryggja fullt gagnsæi og samræmi við lög um opinber innkaup. Drög að þessum reglum fylgja hér með til upplýsingar. Auk þess hefur verið settur á fót starfshópur innan embættisins með fulltrúa innkaupastjóra, fjármálastjóra og yfirlögfræðings til að fullvinna og innleiða framangreindar verklagsreglur fyrir 30. nóvember nk.“ Hér fer Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mildum orðum um eigið framferði, þar sem alvarleg brot eru bara "annmarkar". Maður veltir einnig fyrir sér hvað henni fannst áður fyrr um það gagnsæi sem ætti að ríkja í störfum hennar. Ekki síður áhugavert er að það sé fyrst nú sem henni finnst ástæða til að „tryggja“ að hún hagi sér í „samræmi við lög“. Ekki virðist ástæða til að efast um að það sem Sigríður nefnir í bréfinu sé nauðsynlegt, í ljósi framferðis hennar í umræddu máli. Hins vegar er full ástæða til að efast um að hinni seku, ríkislögreglustjóranum sjálfum, sé treystandi til að laga þessa bresti. Annars vegar er það jú hún sem braut svona alvarlega af sér, og hins vegar á hún að baki langan brotaferil í starfi, eins og rakið var hér, sem gerir hana ekki traustvekjandi umbótamanneskju. Síðast en ekki síst er orðið ljóst að Sigríður Björk er gersamlega rúin því trausti almennings sem nauðsynlegt er að æðsti yfirmaður lögreglu í landinu hafi, enda óviðunandi að í því embætti sitji manneskja sem sjálf er sífellt að brjóta lög. Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Einar Steingrímsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í svari ríkislögreglustjóra þann 5. nóvember, við beiðni dómsmálaráðherra um upplýsingar vegna furðulegra kaupa á „ráðgjöf“ fyrir á annað hundrað milljónir, segir eftirfarandi: „Embætti ríkislögreglustjóra tekur mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslna til verktaka. Við höfum unnið að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð sem ætlað er að tryggja fullt gagnsæi og samræmi við lög um opinber innkaup. Drög að þessum reglum fylgja hér með til upplýsingar. Auk þess hefur verið settur á fót starfshópur innan embættisins með fulltrúa innkaupastjóra, fjármálastjóra og yfirlögfræðings til að fullvinna og innleiða framangreindar verklagsreglur fyrir 30. nóvember nk.“ Hér fer Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mildum orðum um eigið framferði, þar sem alvarleg brot eru bara "annmarkar". Maður veltir einnig fyrir sér hvað henni fannst áður fyrr um það gagnsæi sem ætti að ríkja í störfum hennar. Ekki síður áhugavert er að það sé fyrst nú sem henni finnst ástæða til að „tryggja“ að hún hagi sér í „samræmi við lög“. Ekki virðist ástæða til að efast um að það sem Sigríður nefnir í bréfinu sé nauðsynlegt, í ljósi framferðis hennar í umræddu máli. Hins vegar er full ástæða til að efast um að hinni seku, ríkislögreglustjóranum sjálfum, sé treystandi til að laga þessa bresti. Annars vegar er það jú hún sem braut svona alvarlega af sér, og hins vegar á hún að baki langan brotaferil í starfi, eins og rakið var hér, sem gerir hana ekki traustvekjandi umbótamanneskju. Síðast en ekki síst er orðið ljóst að Sigríður Björk er gersamlega rúin því trausti almennings sem nauðsynlegt er að æðsti yfirmaður lögreglu í landinu hafi, enda óviðunandi að í því embætti sitji manneskja sem sjálf er sífellt að brjóta lög. Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Höfundur er stærðfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar