Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifa 7. nóvember 2025 09:45 Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar