Brosið fer ekki af Hrunamönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2025 19:37 Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni (t.v.) og Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring því nú er búið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð á staðnum þar sem ellefu vinna, þar af þrír fastráðnir læknar. Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson
Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira