Mamma hans trúði honum ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 14:30 Nikolas Nartey er óvænt kominn í danska landsliðið og það kom honum líka á óvart. Getty/Sven Hoppe Nikolas Nartey er nýjasti meðlimur danska landsliðsins í fótbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli Nartey hefur gengið í gegnum sannkallað meiðslahelvíti undanfarin ár og er rétt nýbyrjaður að spila reglulega aftur. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann var valinn í danska landsliðið í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Þetta kom honum sjálfum líka á óvart. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta var auðvitað ekki eitthvað sem ég hafði búist við. Ég er rétt nýbyrjaður að spila, svo þetta var ánægjulegt símtal,“ sagði Nikolas Nartey við TV2 Sport. Nikolas Terkelsen Nartey, eða Nartey eins og hann heitir fullu nafni, spilar sem miðjumaður hjá þýska félaginu VfB Stuttgart. Hann getur líka leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hinn 25 ára gamli leikmaður Stuttgart segir að það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að hringja heim til móður sinnar. „Hún trúði mér ekki í fyrstu. Hún varð bara glöð og var alveg í skýjunum. Hún veit líka hvað ég hef gengið í gegnum með meiðslin. Hún er bara glöð yfir því að nú séu jákvæðir hlutir að gerast,“ sagði Nartey. Nartey hefur spilað með Stuttgart síðan 2019, en vegna fjölda lánsdvala og meiðsla á hann samt ekki marga leiki að baki í Bundesligunni. Á þessu tímabili hefur þó allt verið á réttri leið, þar sem hann hefur fengið spilatíma í átta leikjum í Bundesligunni. Auk þess hefur hann spilað einn leik í Evrópudeildinni og einn leik í bikarkeppninni. Nartey var fljótur að nefna fjölskyldu sína þegar hann er spurður hvernig maður komist í gegnum jafn alvarlega meiðslamartröð og hann hefur lent í. „Maður þarf að eiga góða fjölskyldu sem styður mann alltaf. Og svo þarf maður bara alltaf að halda áfram og leggja hart að sér. Maður má ekki missa trúna. Auðvitað eru slæmir dagar þar sem maður hugsar að allt sé ömurlegt, og það er þá sem fjölskyldan og liðsfélagarnir þurfa að vera til staðar,“ sagði Nartey. En kemur fjölskyldan á Parken? „Já, auðvitað. Allir saman. Ég fæ ekki nógu marga miða. Ég þarf að finna út úr því,“ sagði Nartey. Ef hann leikur ekki sinn fyrsta leik gegn Hvíta-Rússlandi gæti hann komið þremur dögum síðar þegar Danmörk spilar úrslitaleikinn um sæti á HM gegn Skotlandi. View this post on Instagram A post shared by Herrelandsholdet (@herrelandsholdet) HM 2026 í fótbolta Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Nartey hefur gengið í gegnum sannkallað meiðslahelvíti undanfarin ár og er rétt nýbyrjaður að spila reglulega aftur. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann var valinn í danska landsliðið í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Þetta kom honum sjálfum líka á óvart. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta var auðvitað ekki eitthvað sem ég hafði búist við. Ég er rétt nýbyrjaður að spila, svo þetta var ánægjulegt símtal,“ sagði Nikolas Nartey við TV2 Sport. Nikolas Terkelsen Nartey, eða Nartey eins og hann heitir fullu nafni, spilar sem miðjumaður hjá þýska félaginu VfB Stuttgart. Hann getur líka leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hinn 25 ára gamli leikmaður Stuttgart segir að það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að hringja heim til móður sinnar. „Hún trúði mér ekki í fyrstu. Hún varð bara glöð og var alveg í skýjunum. Hún veit líka hvað ég hef gengið í gegnum með meiðslin. Hún er bara glöð yfir því að nú séu jákvæðir hlutir að gerast,“ sagði Nartey. Nartey hefur spilað með Stuttgart síðan 2019, en vegna fjölda lánsdvala og meiðsla á hann samt ekki marga leiki að baki í Bundesligunni. Á þessu tímabili hefur þó allt verið á réttri leið, þar sem hann hefur fengið spilatíma í átta leikjum í Bundesligunni. Auk þess hefur hann spilað einn leik í Evrópudeildinni og einn leik í bikarkeppninni. Nartey var fljótur að nefna fjölskyldu sína þegar hann er spurður hvernig maður komist í gegnum jafn alvarlega meiðslamartröð og hann hefur lent í. „Maður þarf að eiga góða fjölskyldu sem styður mann alltaf. Og svo þarf maður bara alltaf að halda áfram og leggja hart að sér. Maður má ekki missa trúna. Auðvitað eru slæmir dagar þar sem maður hugsar að allt sé ömurlegt, og það er þá sem fjölskyldan og liðsfélagarnir þurfa að vera til staðar,“ sagði Nartey. En kemur fjölskyldan á Parken? „Já, auðvitað. Allir saman. Ég fæ ekki nógu marga miða. Ég þarf að finna út úr því,“ sagði Nartey. Ef hann leikur ekki sinn fyrsta leik gegn Hvíta-Rússlandi gæti hann komið þremur dögum síðar þegar Danmörk spilar úrslitaleikinn um sæti á HM gegn Skotlandi. View this post on Instagram A post shared by Herrelandsholdet (@herrelandsholdet)
HM 2026 í fótbolta Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira