Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar 11. nóvember 2025 10:31 Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar