Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen skrifa 11. nóvember 2025 11:01 Undirritaðir eru lögmenn sem hafa m.a. annast hagsmunagæslu fyrir slasaða einstaklinga síðastliðin 15 ár. Athygli okkar vakti að í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing var hvergi vikið að skaðabótalögum nr. 50/1993 sem beitt er við uppgjör bótamála fyrir slasaða einstaklinga, s.s. vegna afleiðinga umferðarslysa. Eitt markmið laganna var að gera reglur þannig úr garði að tjónþoli fái fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla. Var frumvarpi til laganna ætlað að leiða til réttlátari niðurstöðu í bótamálum þeirra sem bíða tjón á líkama. Fljótlega eftir gildistöku laganna 1. júlí 1993 fóru að heyrast gagnrýnisraddir um efni þeirra. Barátta einkum fimm lögmanna varð til þess að nauðsynlegar breytingar voru gerðar á lögunum; fyrst árið 1996 þegar aldursstuðli 6. gr. laganna var breytt og árið 1999 þegar stuðlinum var aftur breytt í núverandi stuðul ásamt því að öllum voru tryggð lágmarkslaun vegna uppgjörs bóta fyrir varanlega örorku. Með lögfestingu aldursstuðulsins árið 1999 var stefnt að því að fram næðist sanngjarnari niðurstaða um bætur fyrir fjárhagslegt tjón. Til einfaldra útskýringa er stuðullinn reiknaður út frá sjö ólíkum forsendum á borð við dánar-, örorku- og starfslíkur, 4,5% ársafvöxtunarforsendu, áhrifa tekjuskattsfrelsis o.fl. Áðurnefnd lágmarkslaun laganna voru ákveðin 1.200.000 krónur, eða 85,7% af meðallaunum landverkafólks innan ASÍ árið 1994. Þau laun breytast í samræmi við breytingu lánskjaravísitölu. Þegar grein þessi er rituð í nóvember 2025 jafngildir lágmarkslaunaviðmiðið 4.752.500 krónum. Til samanburðar námu lægstu heildarlaun á íslenskum vinnumarkaði árið 2024 skv. Hagstofunni 6.876.000 krónum. Síðan eru liðin ríflega 26 ár. Á þeim tíma hefur aldursstuðullinn staðið óbreyttur þrátt fyrir að forsendur að baki honum séu gjörbreyttar frá því sem þær voru árið 1999. Stuðullinn ætti að vera hærri en hann er. Aukinheldur er lágmarkslaunaviðmið laganna enn uppreiknað miðað við lánskjaravísitölu. Það sama á reyndar líka við um hámarkslaunaviðmið laganna. Í samhengi hlutanna er bent á að í tilviki einstaklings, sem fellur undir hvorugt viðmiðið, eru bætur reiknaðar eftir meðalheildarlaunum hans þriggja síðustu ára sem uppreiknuð eru m.v. vísitölu launa. Breyting á vísitölu launa er margföld í samanburði við lánskjaravísitöluna. Hækkun lánskjaravísitölu frá 1. júlí 1993 til september 2025 er 391,6% á meðan hækkun launavísitölu er 827,3%. Með öðrum orðum hafa lágmarks- og hámarkslaunaviðmiðin alls ekki hækkað í samræmi við launaþróun. Spurt er: Hafa markmið skaðabótalaga um „réttlátari niðurstöðu“ náðst? Fær einstaklingur fullar bætur fyrir fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla? Svar undirritaðra er nei. Svar okkar felur alls ekki í sér neinar nýjar fréttir því höfundar leyfa sér að fullyrða að allir þeir, sem á annað borð hafa þekkingu á skaðabótalögum, eru sammála um að löngu sé tímabært að uppfæra aldursstuðul laganna í samræmi við breyttar forsendur íslensks samfélags ásamt því að leiðrétta þau mistök sem gerð voru þegar hámarks- og lágmarkslaun voru tengd við lánskjaravísitölu en ekki vísitölu launa. Svar höfunda er reyndar svo augljóst að árið 2017 fékk dómsmálaráðuneytið Eirík Jónsson, þá prófessor en nú landsréttardómari, til að taka að sér að semja frumvarp um breytingu á skaðabótalögum, einkum – en þó ekki eingöngu – aldursstuðlinum og vísitölutengingar fjárhæða. Frumvarp hans var lagt fram á 148. löggjafarþingi 2017-2018. Með frumvarpinu var aldursstuðullinn uppfærður í samræmi við breyttar þjóðfélagsaðstæður og kveðið á um að hámarks- og lágmarkslaun skyldu breytast í samræmi við breytingar á launavísitölu. Að mati höfunda var um að ræða sjálfsagða og löngu tímabæra breytingu á skaðabótalögum sem höfðu staðið „skökk“ of lengi. Einhverra hluta vegna varð frumvarpið ekki að lögum. Það virðist hreinlega hafa dagað uppi í nefnd. Afleiðingar þessa eru miklar fyrir tjónþola. Útkoman birtist í þeirri staðreynd að slasaðir fá ekki greiddar fullar bætur vegna tjóns síns. Raunveruleikinn er reyndar sá að skaðabætur fyrir varanlega örorku einstaklings á lágmarks- eða hámarkslaunum samkvæmt núgildandi lögum nema ekki einu sinni 50% af þeim bótum sem viðkomandi fengi ef launaviðmiðin væru uppreiknaðar m.v. vísitölu launa. Til viðbótar kemur hinn úrelti aldursstuðull líkt og eftirfarandi dæmi lýsir: Uppgjör bóta 30 ára gamals tjónþola með 12m í árslaun með 10% varanlega örorku: Núgildandi lög: 10% x 12.000.000 x 12,813 = 15.375.600 krónur. Skv. frumvarpi: 10% x 12.000.000 x 15,226 = 18.271.200 krónur. Nú getur hver svarað fyrir sig. Fela núgildandi skaðabótalög í sér „réttar“ bætur til handa tjónþolum. Svar okkar er nei og að okkar mati þarf að breyta lögunum strax. Það vald er í höndum Alþingis og frumvarpið er tilbúið. Á meðan alþingismenn láta þetta ógert hrannast upp skaðabótamál sem gerð eru upp á röngum forsendum. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þarf að endurskoða. Höfundar eru lögmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Undirritaðir eru lögmenn sem hafa m.a. annast hagsmunagæslu fyrir slasaða einstaklinga síðastliðin 15 ár. Athygli okkar vakti að í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing var hvergi vikið að skaðabótalögum nr. 50/1993 sem beitt er við uppgjör bótamála fyrir slasaða einstaklinga, s.s. vegna afleiðinga umferðarslysa. Eitt markmið laganna var að gera reglur þannig úr garði að tjónþoli fái fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla. Var frumvarpi til laganna ætlað að leiða til réttlátari niðurstöðu í bótamálum þeirra sem bíða tjón á líkama. Fljótlega eftir gildistöku laganna 1. júlí 1993 fóru að heyrast gagnrýnisraddir um efni þeirra. Barátta einkum fimm lögmanna varð til þess að nauðsynlegar breytingar voru gerðar á lögunum; fyrst árið 1996 þegar aldursstuðli 6. gr. laganna var breytt og árið 1999 þegar stuðlinum var aftur breytt í núverandi stuðul ásamt því að öllum voru tryggð lágmarkslaun vegna uppgjörs bóta fyrir varanlega örorku. Með lögfestingu aldursstuðulsins árið 1999 var stefnt að því að fram næðist sanngjarnari niðurstaða um bætur fyrir fjárhagslegt tjón. Til einfaldra útskýringa er stuðullinn reiknaður út frá sjö ólíkum forsendum á borð við dánar-, örorku- og starfslíkur, 4,5% ársafvöxtunarforsendu, áhrifa tekjuskattsfrelsis o.fl. Áðurnefnd lágmarkslaun laganna voru ákveðin 1.200.000 krónur, eða 85,7% af meðallaunum landverkafólks innan ASÍ árið 1994. Þau laun breytast í samræmi við breytingu lánskjaravísitölu. Þegar grein þessi er rituð í nóvember 2025 jafngildir lágmarkslaunaviðmiðið 4.752.500 krónum. Til samanburðar námu lægstu heildarlaun á íslenskum vinnumarkaði árið 2024 skv. Hagstofunni 6.876.000 krónum. Síðan eru liðin ríflega 26 ár. Á þeim tíma hefur aldursstuðullinn staðið óbreyttur þrátt fyrir að forsendur að baki honum séu gjörbreyttar frá því sem þær voru árið 1999. Stuðullinn ætti að vera hærri en hann er. Aukinheldur er lágmarkslaunaviðmið laganna enn uppreiknað miðað við lánskjaravísitölu. Það sama á reyndar líka við um hámarkslaunaviðmið laganna. Í samhengi hlutanna er bent á að í tilviki einstaklings, sem fellur undir hvorugt viðmiðið, eru bætur reiknaðar eftir meðalheildarlaunum hans þriggja síðustu ára sem uppreiknuð eru m.v. vísitölu launa. Breyting á vísitölu launa er margföld í samanburði við lánskjaravísitöluna. Hækkun lánskjaravísitölu frá 1. júlí 1993 til september 2025 er 391,6% á meðan hækkun launavísitölu er 827,3%. Með öðrum orðum hafa lágmarks- og hámarkslaunaviðmiðin alls ekki hækkað í samræmi við launaþróun. Spurt er: Hafa markmið skaðabótalaga um „réttlátari niðurstöðu“ náðst? Fær einstaklingur fullar bætur fyrir fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla? Svar undirritaðra er nei. Svar okkar felur alls ekki í sér neinar nýjar fréttir því höfundar leyfa sér að fullyrða að allir þeir, sem á annað borð hafa þekkingu á skaðabótalögum, eru sammála um að löngu sé tímabært að uppfæra aldursstuðul laganna í samræmi við breyttar forsendur íslensks samfélags ásamt því að leiðrétta þau mistök sem gerð voru þegar hámarks- og lágmarkslaun voru tengd við lánskjaravísitölu en ekki vísitölu launa. Svar höfunda er reyndar svo augljóst að árið 2017 fékk dómsmálaráðuneytið Eirík Jónsson, þá prófessor en nú landsréttardómari, til að taka að sér að semja frumvarp um breytingu á skaðabótalögum, einkum – en þó ekki eingöngu – aldursstuðlinum og vísitölutengingar fjárhæða. Frumvarp hans var lagt fram á 148. löggjafarþingi 2017-2018. Með frumvarpinu var aldursstuðullinn uppfærður í samræmi við breyttar þjóðfélagsaðstæður og kveðið á um að hámarks- og lágmarkslaun skyldu breytast í samræmi við breytingar á launavísitölu. Að mati höfunda var um að ræða sjálfsagða og löngu tímabæra breytingu á skaðabótalögum sem höfðu staðið „skökk“ of lengi. Einhverra hluta vegna varð frumvarpið ekki að lögum. Það virðist hreinlega hafa dagað uppi í nefnd. Afleiðingar þessa eru miklar fyrir tjónþola. Útkoman birtist í þeirri staðreynd að slasaðir fá ekki greiddar fullar bætur vegna tjóns síns. Raunveruleikinn er reyndar sá að skaðabætur fyrir varanlega örorku einstaklings á lágmarks- eða hámarkslaunum samkvæmt núgildandi lögum nema ekki einu sinni 50% af þeim bótum sem viðkomandi fengi ef launaviðmiðin væru uppreiknaðar m.v. vísitölu launa. Til viðbótar kemur hinn úrelti aldursstuðull líkt og eftirfarandi dæmi lýsir: Uppgjör bóta 30 ára gamals tjónþola með 12m í árslaun með 10% varanlega örorku: Núgildandi lög: 10% x 12.000.000 x 12,813 = 15.375.600 krónur. Skv. frumvarpi: 10% x 12.000.000 x 15,226 = 18.271.200 krónur. Nú getur hver svarað fyrir sig. Fela núgildandi skaðabótalög í sér „réttar“ bætur til handa tjónþolum. Svar okkar er nei og að okkar mati þarf að breyta lögunum strax. Það vald er í höndum Alþingis og frumvarpið er tilbúið. Á meðan alþingismenn láta þetta ógert hrannast upp skaðabótamál sem gerð eru upp á röngum forsendum. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þarf að endurskoða. Höfundar eru lögmenn.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar