Enski boltinn

Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sterling er leikmaður Chelsea en hefur ekkert spilað á tímabilinu. 
Sterling er leikmaður Chelsea en hefur ekkert spilað á tímabilinu.  Rob Newell - CameraSport via Getty Images

Brotist var inn á heimili Raheem Sterling í annað sinn á þremur árum. Í þetta sinn var hann sjálfur heima með fjölskyldu sinni. Þau sluppu öll óhult.

Skömmu fyrir leik Chelsea og Wolverhampton, sem endaði með 3-0 sigri heimamanna á Stamford Bridge, var brotist inn.

Líklega hafa bófarnir reiknað með því að Sterling væri á Stamford Bridge að horfa á leikinn með fjölskyldunni, eiginkonunni Paige Millian og börnum, en þau voru heima hjá sér. Sterling hefur ekkert spilað með Chelsea á þessu tímabili og á sölulista hjá félaginu.

„Við getum staðfest að Raheem Sterling var fórnarlamb innbrots á heimili hans um helgina. Við getum einnig greint frá því að fjölskyldan var heima hjá sér, en þrátt fyrir einhverja verstu innrás á öryggi og einkalíf sem hugsast getur, sluppu allir óhultir. Við biðjumst vinsamlegast um að friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar verði virt“ sagði talsmaður fjölskyldunnar við The Times.

Chelsea er meðvitað um málið og hefur boðið fjölskyldunni sálfræðiaðstoð.

Þetta er í annað sinn á innan við þremur árum sem brotist er inn á heimili Sterling. Síðast var hann staddur á HM í Katar í desember 2022 en fjölskylda hans var á heimili þeirra í Oxshott, Surrey á Englandi, nálægt æfingasvæði Chelsea.

Þá flaug Sterling heim frá Katar en mætti aftur í átta liða úrslitaleikinn, sem England tapaði, gegn Frakklandi.

Sterling er líklega á förum frá Chelsea í janúar, hann á tvö ár eftir af samningi en er ekki í framtíðarplönum félagsins og báðir aðilar vonast til að finna fljótlega lausn á málunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×