Körfubolti

Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í á­horf­anda

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sektin ætti ekki að hafa sláandi áhrif á fjárhag Brandon Ingram.
Sektin ætti ekki að hafa sláandi áhrif á fjárhag Brandon Ingram. Kevin Sousa/Getty Images

Brandon Ingram, framherji Toronto Raptors í NBA deildinni, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir að kasta vatnsflösku óvart í áhorfanda í 130-130 tapi gegn Philadelphia 76ers um helgina.

Sektin jafngildir um 3,16 milljónum króna, ekki há upphæð fyrir Ingram sem fær tæpa fimm milljarða í laun á þessu tímabili, en endurspeglar það að hann gerði þetta algjörlega óvart.

Háttsemi Ingram, sem er á sínu tíunda tímabili í deildinni, var hins vegar til lítillar fyrirmyndar.

Þegar honum var skipt af velli, eftir að hafa brotið á sér og gefið víti með körfu góða, fékk hann tæknivillu fyrir að vera of lengi að yfirgefa leikvöllinn. Hann settist svo brjálaður á bekkinn og kastaði vatnsflösku í gólfið.

Flaskan skoppaði óheppilega og skvetti vatni yfir viðstadda, áhorfendur, tæknimann með myndavél og liðsfélaga Ingram, Scottie Barnes.

Leikurinn tafðist aðeins meðan vatnið var þurrkað en Ingram sneri aftur á völlinn fljótlega eftir þetta og endaði með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar á 37 mínútum í tapinu gegn Sixers.

Ingram er með 21 stig, 6.3 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik með Raptors á tímabilinu. Hann er að jafna sig eftir ökklameiðsli sem héldu honum frá keppni nánast allt síðasta tímabil en hefur staðið sig nokkuð vel eftir skiptin frá New Orleans Pelicans, þar sem hann var frá 2019 og varð framfaramesti leikmaður deildarinnar á fyrsta tímabilinu með félaginu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×