Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar 12. nóvember 2025 14:33 Síðastliðið mánudagskvöld ákvað ég að gerast svo frægur að horfa á úrslitakvöld Skrekks. Fyrir þau sem ekki vita er Skrekkur hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, haldin á vegum Reykjavíkurborgar síðan 1990. Mörg hundruð ungmenni í 24 skólum Reykjavíkurborgar með unglingadeild taka þátt. Úrslitakeppnin var í beinni útsendingu á RÚV. Þessi keppni er afar merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur nú gengið í 35 ár, og verður bara vinsælli með hverju árinu. Það þarf ekki að deila um það að svona keppni hefur gríðarlega góð áhrif á forvarnarstarf í hverfum, því að þarna geta öll börn tjáð sig - líka þau sem eiga erfitt með bóklegt nám. Andinn á hátíðinni virtist virkilega góður, og þar voru öll að fagna með - sama hvaða skóla þau voru í. Allir dönsuðu með baksviðs og enginn rýgur milli skóla, eins og börnin sögðu sjálf. Þarna voru allskonar börn, börn með fatlanir, börn með dökkan húðlit, börn af erlendum uppruna - eflaust einhver sem eiga foreldra í Miðflokknum og önnur í Samfylkingunni. En öll stóðu þau saman og fyrir vikið má búast við að upplifunin verði margfalt betri. Gullmolar fyrir stjórnmálafólk (og alla aðra)! En það sem er eflaust markverðast við þessa keppni er tjáningin. Hvert atriði er gullmoli, sín eigin saga. Þarna sjást skoðanir barna best, án nokkura atbeina fullorðina einstaklinga. Enginn getur haft áhrif nema börnin sjálf. Í reglum Skrekks segir nefnilega: ,,Hugmynd að atriði verður að koma frá grunnskólanemendum en ekki frá utanaðkomandi aðila. Atriðin eiga að vera unnin af nemendum frá hugmynd til sviðsetningar. Hlutverk fullorðinna er að vera til halds og trausts fyrir hópinn og leiðbeina í gegnum ferlið.’’ Fjölbreytileikinn réði svoleiðis ríkjum. Viðfangsefnin voru mörg mjög þung: stress og kvíði, málefni trans einstaklinga, málefni náttúrunar og útrýmingarhætta dýra, áróður, og drykkjuskapur. En þau voru einnig mörg á léttari nótunum, meðal annars gátu áhorfendur bæði skyggst inn í sirkus og fest sig inn í tölvuleik. Þá er ég ekki búinn að telja upp allt sem að kom fram - enda voru undanúrslitin þrjú. Þrátt fyrir athyglina og áróður utan úr heimi - var ekki að sjá svo mikið sem dropa af skrekk í þessum börnum. Ég held að það væri gott fyrir stjórnmálamenn, sem að telja sig vinna að málefnum barna, að horfa á keppnina og sjá heiminn frá sjónarhóli þeirra. Þarna fer peningurinn alls ekki í vaskinn, og ánægjan sem skein úr andliti krakkanna var svoleiðis að maður táraðist. Það þarf ekki allt að vera vottað af ÍSÍ! Það mikilvæga í þessu líka er að það þarf ekki alltaf að vera íþrótt staðfest af ÍSÍ, sem kostar hundruði þúsunda króna, til þess að það sé gaman - og það má gerast innan skóla. Það eflir bekkjar- og skólabrag, skapar samvinnu og samkennd, sem nýtist líka í námi. Ég veit að eflaust eru ekki svona keppnir á áhugalista allra - en þá er gott að hafa einnig mörg önnur spennandi verkefni í boði - s.s. spurningakeppnir og tónlistarkeppnir. Nú er lag! Margar sambærilegar keppnir og Skrekkur hafa verið stofnaðar út á landi. Fiðringurinn er hæfileikakeppni á Norðurlandi Eystra, og Skjálftinn á Suðurlandi. En enginn slík keppni er t.d. haldinn í Kraganum. Nú er lag fyrir sveitarstjórnir Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, og Seltjarnarness, að sigrast á skrekknum og byrja að skipuleggja sameiginlega keppni í anda Skrekks, Fiðringsins, og Skjálftans. Við Reykjavík, Suðurland og Norðurland Eystra vil ég aftur á móti segja: Meira svona! [Upplýsingar um Skrekk eru sóttar af vef MAK, Skjálftans og Reykjavíkurborgar. Einnig var stuðst við útsendingar RÚV í tengslum við Skrekk] Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið mánudagskvöld ákvað ég að gerast svo frægur að horfa á úrslitakvöld Skrekks. Fyrir þau sem ekki vita er Skrekkur hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, haldin á vegum Reykjavíkurborgar síðan 1990. Mörg hundruð ungmenni í 24 skólum Reykjavíkurborgar með unglingadeild taka þátt. Úrslitakeppnin var í beinni útsendingu á RÚV. Þessi keppni er afar merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur nú gengið í 35 ár, og verður bara vinsælli með hverju árinu. Það þarf ekki að deila um það að svona keppni hefur gríðarlega góð áhrif á forvarnarstarf í hverfum, því að þarna geta öll börn tjáð sig - líka þau sem eiga erfitt með bóklegt nám. Andinn á hátíðinni virtist virkilega góður, og þar voru öll að fagna með - sama hvaða skóla þau voru í. Allir dönsuðu með baksviðs og enginn rýgur milli skóla, eins og börnin sögðu sjálf. Þarna voru allskonar börn, börn með fatlanir, börn með dökkan húðlit, börn af erlendum uppruna - eflaust einhver sem eiga foreldra í Miðflokknum og önnur í Samfylkingunni. En öll stóðu þau saman og fyrir vikið má búast við að upplifunin verði margfalt betri. Gullmolar fyrir stjórnmálafólk (og alla aðra)! En það sem er eflaust markverðast við þessa keppni er tjáningin. Hvert atriði er gullmoli, sín eigin saga. Þarna sjást skoðanir barna best, án nokkura atbeina fullorðina einstaklinga. Enginn getur haft áhrif nema börnin sjálf. Í reglum Skrekks segir nefnilega: ,,Hugmynd að atriði verður að koma frá grunnskólanemendum en ekki frá utanaðkomandi aðila. Atriðin eiga að vera unnin af nemendum frá hugmynd til sviðsetningar. Hlutverk fullorðinna er að vera til halds og trausts fyrir hópinn og leiðbeina í gegnum ferlið.’’ Fjölbreytileikinn réði svoleiðis ríkjum. Viðfangsefnin voru mörg mjög þung: stress og kvíði, málefni trans einstaklinga, málefni náttúrunar og útrýmingarhætta dýra, áróður, og drykkjuskapur. En þau voru einnig mörg á léttari nótunum, meðal annars gátu áhorfendur bæði skyggst inn í sirkus og fest sig inn í tölvuleik. Þá er ég ekki búinn að telja upp allt sem að kom fram - enda voru undanúrslitin þrjú. Þrátt fyrir athyglina og áróður utan úr heimi - var ekki að sjá svo mikið sem dropa af skrekk í þessum börnum. Ég held að það væri gott fyrir stjórnmálamenn, sem að telja sig vinna að málefnum barna, að horfa á keppnina og sjá heiminn frá sjónarhóli þeirra. Þarna fer peningurinn alls ekki í vaskinn, og ánægjan sem skein úr andliti krakkanna var svoleiðis að maður táraðist. Það þarf ekki allt að vera vottað af ÍSÍ! Það mikilvæga í þessu líka er að það þarf ekki alltaf að vera íþrótt staðfest af ÍSÍ, sem kostar hundruði þúsunda króna, til þess að það sé gaman - og það má gerast innan skóla. Það eflir bekkjar- og skólabrag, skapar samvinnu og samkennd, sem nýtist líka í námi. Ég veit að eflaust eru ekki svona keppnir á áhugalista allra - en þá er gott að hafa einnig mörg önnur spennandi verkefni í boði - s.s. spurningakeppnir og tónlistarkeppnir. Nú er lag! Margar sambærilegar keppnir og Skrekkur hafa verið stofnaðar út á landi. Fiðringurinn er hæfileikakeppni á Norðurlandi Eystra, og Skjálftinn á Suðurlandi. En enginn slík keppni er t.d. haldinn í Kraganum. Nú er lag fyrir sveitarstjórnir Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, og Seltjarnarness, að sigrast á skrekknum og byrja að skipuleggja sameiginlega keppni í anda Skrekks, Fiðringsins, og Skjálftans. Við Reykjavík, Suðurland og Norðurland Eystra vil ég aftur á móti segja: Meira svona! [Upplýsingar um Skrekk eru sóttar af vef MAK, Skjálftans og Reykjavíkurborgar. Einnig var stuðst við útsendingar RÚV í tengslum við Skrekk] Höfundur er nemi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar