Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar 14. nóvember 2025 12:30 Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar