„Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 19:50 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, var svekktur að leik loknum. EPA/Piotr Nowak Draumur Íslands um að komast á HM í fótbolta 2026 er úti. Ísland tapaði 2-0 gegn Úkraínu í kvöld og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, að vonum svekktur eftir leik. „Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira
„Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira