Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 21:32 Opið bréf til Umhverfis- og orkustofnunar Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þann 9. júlí 2025 um ólögmæti Hvammsvirkjunar veittuð þið þann 11. ágúst 2025, Landsvirkjun bráðabirgðaleyfi til undirbúnings Hvammsvirkjunar. Virkjunarleyfi til bráðbirgða, sem sérfræðingarnir í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telja tóma lögleysu og vildu ógilda í úrskurði fyrir tveimur vikum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfinu eru heimilaðar: undirbúningsframkvæmdir sem felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Frá því í lok ágúst hafa farið fram svokallaðar presplit sprengingar, alla jafna tvisvar í viku, en presplit sprengingar eru kraftmiklar sprengingar og háværar eins og kemur fram hjá tengilið Landsvirkjunar á facebook hóp íbúa hér í sveit. Að jafnaði er frátekinn tími frá kl. 12-17. Sem sagt tveir heilir eftirmiðdagar í viku. Háværar og umfangsmiklar sprengingar hafa því dunið hér í sveit í bráðum þrjá mánuði, með þeim hættum sem því fylgja. Ekki mun ástandið batna ef farið verður í hina eiginlegu framkvæmd með uppistöðulóni, stíflum, frárennslisskurði og enn frekari vegagerð. Undirrituð óskaði eftir við tengilið Landsvirkjunar að fá upplýsingar um slysa- og áhættumat er varðar íbúa m.a. vegna sprenginga, aukinnar umferðar og þungaflutninga, en engar slíkar upplýsingar var að finna á þeim tengli sem viðkomandi sendi sem svar við fyrirspurn minni. Þann 28. október s.l. setti starfsmaður Landsvirkjunar tengil á upplýsingavef Landsvirkjunar á fyrrnefndan vef íbúa. Þar kom fram eftirfarandi: Áfram er unnið að undirbúnings–framkvæmdum í Hvammi, en þar fer fram efnislosun og er því sprengt daglega. Efnið er svo flutt í vinnslu eða á lager eftir því sem við á. Að jafnaði eru um 10-20 manns á svæðinu við vinnu og hátt í 30 tæki. Þótti nú konu í sveit orðnar ansi umfangmiklar framkvæmdir og sprengingar við gerð vegar og aðstöðu fyrir vinnubúðir. Þann 13.nóvember kom eftirfarandi tilkynning inn á vef íbúa: Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hafið næturvaktir við efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða eina gröfu, tvo brjóta og hjólaskóflu sem verða við störf yfir nóttina. Ekki verður keyrt á trukkum né unnið í frárennslisskurði á næturvöktum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfi ríkisstjórnar hefur Landsvirkjun ekki leyfi til þess að vinna að gerð frárennslisskurðar. Skýrt kemur fram í bráðarbirgðarleyfinu að: Framkvæmdaleyfis–umsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Það er öllum þeim sem þekkja til laga um stjórn vatnamála (36/2011) ljóst að frárennsliskurðurinn er skilgreint vatnshlot, svokallað manngert vatnshlot. Bráðabirgðaleyfið nær því ekki til þess að vinna að þeirri framkvæmd. Landsvirkjun á að vera það ljóst, sinni hún skyldum sínum með eðlilegum hætti. Svo virðist þó sem sveitastjórn Rangárþings ytra hafi gefið út framkvæmdarleyfi fyrir skurðinum en aftur, Landsvirkjun á að vita að leyfi hvað skurðinn varðar féll ekki undir bráðabirgðarleyfið og stenst leyfi Rangárþings ytra ekki skoðun. Ég óska hér með eftir að farið verði að lögum um þessa framkvæmd, slíkt er eðlileg lágmarks krafa, og að vinnsla að fráveituskurði verði stöðvuð strax. Með þessu opna bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar er þessu því komið á framfæri. Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Umhverfis- og orkustofnunar Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þann 9. júlí 2025 um ólögmæti Hvammsvirkjunar veittuð þið þann 11. ágúst 2025, Landsvirkjun bráðabirgðaleyfi til undirbúnings Hvammsvirkjunar. Virkjunarleyfi til bráðbirgða, sem sérfræðingarnir í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telja tóma lögleysu og vildu ógilda í úrskurði fyrir tveimur vikum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfinu eru heimilaðar: undirbúningsframkvæmdir sem felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Frá því í lok ágúst hafa farið fram svokallaðar presplit sprengingar, alla jafna tvisvar í viku, en presplit sprengingar eru kraftmiklar sprengingar og háværar eins og kemur fram hjá tengilið Landsvirkjunar á facebook hóp íbúa hér í sveit. Að jafnaði er frátekinn tími frá kl. 12-17. Sem sagt tveir heilir eftirmiðdagar í viku. Háværar og umfangsmiklar sprengingar hafa því dunið hér í sveit í bráðum þrjá mánuði, með þeim hættum sem því fylgja. Ekki mun ástandið batna ef farið verður í hina eiginlegu framkvæmd með uppistöðulóni, stíflum, frárennslisskurði og enn frekari vegagerð. Undirrituð óskaði eftir við tengilið Landsvirkjunar að fá upplýsingar um slysa- og áhættumat er varðar íbúa m.a. vegna sprenginga, aukinnar umferðar og þungaflutninga, en engar slíkar upplýsingar var að finna á þeim tengli sem viðkomandi sendi sem svar við fyrirspurn minni. Þann 28. október s.l. setti starfsmaður Landsvirkjunar tengil á upplýsingavef Landsvirkjunar á fyrrnefndan vef íbúa. Þar kom fram eftirfarandi: Áfram er unnið að undirbúnings–framkvæmdum í Hvammi, en þar fer fram efnislosun og er því sprengt daglega. Efnið er svo flutt í vinnslu eða á lager eftir því sem við á. Að jafnaði eru um 10-20 manns á svæðinu við vinnu og hátt í 30 tæki. Þótti nú konu í sveit orðnar ansi umfangmiklar framkvæmdir og sprengingar við gerð vegar og aðstöðu fyrir vinnubúðir. Þann 13.nóvember kom eftirfarandi tilkynning inn á vef íbúa: Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hafið næturvaktir við efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða eina gröfu, tvo brjóta og hjólaskóflu sem verða við störf yfir nóttina. Ekki verður keyrt á trukkum né unnið í frárennslisskurði á næturvöktum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfi ríkisstjórnar hefur Landsvirkjun ekki leyfi til þess að vinna að gerð frárennslisskurðar. Skýrt kemur fram í bráðarbirgðarleyfinu að: Framkvæmdaleyfis–umsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Það er öllum þeim sem þekkja til laga um stjórn vatnamála (36/2011) ljóst að frárennsliskurðurinn er skilgreint vatnshlot, svokallað manngert vatnshlot. Bráðabirgðaleyfið nær því ekki til þess að vinna að þeirri framkvæmd. Landsvirkjun á að vera það ljóst, sinni hún skyldum sínum með eðlilegum hætti. Svo virðist þó sem sveitastjórn Rangárþings ytra hafi gefið út framkvæmdarleyfi fyrir skurðinum en aftur, Landsvirkjun á að vita að leyfi hvað skurðinn varðar féll ekki undir bráðabirgðarleyfið og stenst leyfi Rangárþings ytra ekki skoðun. Ég óska hér með eftir að farið verði að lögum um þessa framkvæmd, slíkt er eðlileg lágmarks krafa, og að vinnsla að fráveituskurði verði stöðvuð strax. Með þessu opna bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar er þessu því komið á framfæri. Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar