Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. nóvember 2025 00:18 Olíuborpallur og vindmyllur utan við Mön í Írlandshafi. Getty Loftslagskvíði vegna loftslagsbreytinga getur ýtt undir fíkniefnaneyslu fólks og haft neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir breska heilbrigðisráðuneytið á dögunum. Breska blaðið Telegraph fjallar um skýrsluna en í henni stendur að Bretar eigi í hættu á að verða helteknir af „umhverfisótta,“ „umhverfisreiði,“ og „umhverfissorg.“ Andlegri heilsu þeirra gæti hrakað vegna mikils loftslagskvíða, og það gæti leitt til aukinnar fíkniefnaneyslu. Loftslagsmeðvitund valdi sorg og ótta Einn kafli í skýrslunni fjallar um andleg áföll sem fórnarlömb flóða, þurrka, og skógarelda verða fyrir. Í kaflanum er einnig fjallað um þá sem hafa „gríðarlega loftslagsmeðvitund“ og andleg áföll sem fólk verður fyrir sökum þess. Sagt er að loftslagsmeðvitund geti valdið sorg, reiði, ótta, áhyggjum, svefnvandræðum, kvíðaköstum og angist. Í skýrslunni segir: „Loftslagsbreytingar geta haft í för með sér aukin andleg veikindi sem leiðir af sér aukna fíkniefnaneyslu.“ Aktívismi geti dregið úr einkennum loftslagskvíða Í skýrslunni er tekið fram að aktívismi og sá verknaður að „grípa til aðgerða í þágu loftslags“ geti dregið úr kvíða tengdum loftslagsmálum, og geti hjálpað fólki að finnast þau hafa meiri stjórn á málunum. Auk þess geti loftslagsaktívismi leitt til þess að fólk finni sér hóp sem fólki finnst það tilheyra og það geti dregið úr einmanaleika. Í skýrslunni segir að með hækkandi hita muni tíðni andlegra veikinda einnig hækka, með tilheyrandi kostnaði fyrir velferðarkerfið í framtíðinni. Prófessor Robin May, yfirmaður vísindarannsókna hjá heilbrigðisráðuneyti Bretlands, segir að skýrslan leiði það í ljós að það sé mikið hægt að gera til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á andlega heilsu Breta. „Við munum ráðast í skilvirkar aðgerðir á þessu sviði, safna saman kröftum okkar og gera það sem þarf.“ Bretland Loftslagsmál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Breska blaðið Telegraph fjallar um skýrsluna en í henni stendur að Bretar eigi í hættu á að verða helteknir af „umhverfisótta,“ „umhverfisreiði,“ og „umhverfissorg.“ Andlegri heilsu þeirra gæti hrakað vegna mikils loftslagskvíða, og það gæti leitt til aukinnar fíkniefnaneyslu. Loftslagsmeðvitund valdi sorg og ótta Einn kafli í skýrslunni fjallar um andleg áföll sem fórnarlömb flóða, þurrka, og skógarelda verða fyrir. Í kaflanum er einnig fjallað um þá sem hafa „gríðarlega loftslagsmeðvitund“ og andleg áföll sem fólk verður fyrir sökum þess. Sagt er að loftslagsmeðvitund geti valdið sorg, reiði, ótta, áhyggjum, svefnvandræðum, kvíðaköstum og angist. Í skýrslunni segir: „Loftslagsbreytingar geta haft í för með sér aukin andleg veikindi sem leiðir af sér aukna fíkniefnaneyslu.“ Aktívismi geti dregið úr einkennum loftslagskvíða Í skýrslunni er tekið fram að aktívismi og sá verknaður að „grípa til aðgerða í þágu loftslags“ geti dregið úr kvíða tengdum loftslagsmálum, og geti hjálpað fólki að finnast þau hafa meiri stjórn á málunum. Auk þess geti loftslagsaktívismi leitt til þess að fólk finni sér hóp sem fólki finnst það tilheyra og það geti dregið úr einmanaleika. Í skýrslunni segir að með hækkandi hita muni tíðni andlegra veikinda einnig hækka, með tilheyrandi kostnaði fyrir velferðarkerfið í framtíðinni. Prófessor Robin May, yfirmaður vísindarannsókna hjá heilbrigðisráðuneyti Bretlands, segir að skýrslan leiði það í ljós að það sé mikið hægt að gera til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á andlega heilsu Breta. „Við munum ráðast í skilvirkar aðgerðir á þessu sviði, safna saman kröftum okkar og gera það sem þarf.“
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“