Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 10:03 Magdalena Eriksson og Glódís Perla Viggósdóttir fagna hér marki saman í leik með Bayern München. Getty/Julian Finney Magdalena Eriksson, fyrrum fyrirliði sænska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið. Eriksson spilar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörn Bayern München og á að baki yfir hundrað landsleiki. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið,“ sagði Magdalena Eriksson í myndbandi sem hún setti inn á Instagram. Magdalena Eriksson has announced her international retirement 💛🇸🇪A leader, a winner and one of the most consistent players of her generation. A true icon who gave everything for her country. pic.twitter.com/zbL9Vl5iOG— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 16, 2025 Eriksson segist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hún þurfi nú að setja heilsu sína í fyrsta sæti og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig eftir endurtekin meiðsli undanfarin ár. Hún er 32 ára gömul. „Ég þarf að hlusta á líkama minn og heilsu og forgangsraða eftir því. Þetta er sannarlega ákvörðun sem ég vildi óska að ég hefði ekki þurft að taka, en vegna þess hvernig líkama mínum líður nú til dags er þetta ákvörðun sem mér finnst ég verða að taka,“ sagði Eriksson í yfirlýsingu á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. Eriksson lék sinn fyrsta landsleik gegn Frakklandi árið 2014 og hefur spilað 123 landsleiki – og verið lykilmaður í mörg ár. Með Svíþjóð hefur hún unnið tvö silfurverðlaun á Ólympíuleikunum (2016 og 2021) og bronsverðlaun á HM 2019 og 2023. Síðasti landsleikur hennar var gegn Englandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Grattis till en fantastisk landslagskarriär, Magdalena Eriksson👏Idag meddelade Magdalena Eriksson att hon avslutar sin landslagskarriär. 🇸🇪 123 landskamper | 14 mål🌍 Tre EM, två VM, två OS🥇 Guld F19-EM 2012🥈 OS-silver 2016 och 2021🥉 VM-brons 2019 och 2023📰… pic.twitter.com/ZBFF0Xe2fr— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 16, 2025 „Landsliðið hefur sannarlega þýtt svo mikið fyrir mig öll þessi ár. Það sem við höfum áorkað saman í landsliðinu er það sem ég er stoltust af á ferlinum og ég mun minnast allra áranna með mikilli gleði. Við höfum skemmt okkur svo vel saman og náð svo miklum árangri, um leið og við höfum barist fyrir mörgum mikilvægum málum, staðið með okkur sjálfum og kvennaknattspyrnunni. Ég er mjög stolt af landsliðsferli mínum,“ sagði Eriksson. „Það eru þungar fréttir að Magdalena sé að ljúka ferli sínum með landsliðinu. Hún hefur lengi verið einn af okkar mikilvægustu leikmönnum og fagmennska hennar, hugrekki og hjarta hafa sett sterkan svip á landsliðið,“ sagði Tony Gustavsson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri umhyggju sem hún sýnir eigin líkama og framtíð og er henni innilega þakklátur fyrir allt sem hún hefur lagt af mörkum til sænska fótboltans og óska henni alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Gustavsson. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Eriksson (@magdalenaeriksson16) Þýski boltinn HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Eriksson spilar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörn Bayern München og á að baki yfir hundrað landsleiki. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið,“ sagði Magdalena Eriksson í myndbandi sem hún setti inn á Instagram. Magdalena Eriksson has announced her international retirement 💛🇸🇪A leader, a winner and one of the most consistent players of her generation. A true icon who gave everything for her country. pic.twitter.com/zbL9Vl5iOG— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 16, 2025 Eriksson segist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hún þurfi nú að setja heilsu sína í fyrsta sæti og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig eftir endurtekin meiðsli undanfarin ár. Hún er 32 ára gömul. „Ég þarf að hlusta á líkama minn og heilsu og forgangsraða eftir því. Þetta er sannarlega ákvörðun sem ég vildi óska að ég hefði ekki þurft að taka, en vegna þess hvernig líkama mínum líður nú til dags er þetta ákvörðun sem mér finnst ég verða að taka,“ sagði Eriksson í yfirlýsingu á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. Eriksson lék sinn fyrsta landsleik gegn Frakklandi árið 2014 og hefur spilað 123 landsleiki – og verið lykilmaður í mörg ár. Með Svíþjóð hefur hún unnið tvö silfurverðlaun á Ólympíuleikunum (2016 og 2021) og bronsverðlaun á HM 2019 og 2023. Síðasti landsleikur hennar var gegn Englandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Grattis till en fantastisk landslagskarriär, Magdalena Eriksson👏Idag meddelade Magdalena Eriksson att hon avslutar sin landslagskarriär. 🇸🇪 123 landskamper | 14 mål🌍 Tre EM, två VM, två OS🥇 Guld F19-EM 2012🥈 OS-silver 2016 och 2021🥉 VM-brons 2019 och 2023📰… pic.twitter.com/ZBFF0Xe2fr— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 16, 2025 „Landsliðið hefur sannarlega þýtt svo mikið fyrir mig öll þessi ár. Það sem við höfum áorkað saman í landsliðinu er það sem ég er stoltust af á ferlinum og ég mun minnast allra áranna með mikilli gleði. Við höfum skemmt okkur svo vel saman og náð svo miklum árangri, um leið og við höfum barist fyrir mörgum mikilvægum málum, staðið með okkur sjálfum og kvennaknattspyrnunni. Ég er mjög stolt af landsliðsferli mínum,“ sagði Eriksson. „Það eru þungar fréttir að Magdalena sé að ljúka ferli sínum með landsliðinu. Hún hefur lengi verið einn af okkar mikilvægustu leikmönnum og fagmennska hennar, hugrekki og hjarta hafa sett sterkan svip á landsliðið,“ sagði Tony Gustavsson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri umhyggju sem hún sýnir eigin líkama og framtíð og er henni innilega þakklátur fyrir allt sem hún hefur lagt af mörkum til sænska fótboltans og óska henni alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Gustavsson. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Eriksson (@magdalenaeriksson16)
Þýski boltinn HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira