Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Aron Guðmundsson skrifar 17. nóvember 2025 15:15 Jake Paul og Anthony Joshua mætast í hnefaleikahringnum í næsta mánuði Vísir/Samsett Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul mun mæta fyrrverandi heimsmeistaranum í þungavigt, Anthony Joshua í hnefaleikahringnum eftir rúman mánuð. Frá þessu greindu bæði Jake Paul og Anthony Joshua fyrr í dag en um er að ræða átta lotu bardaga sem fer fram á hnefaleikakvöldi í Kaseya Center í Flórída þann 19.desember næstkomandi. Jake Paul, sem öðlaðist á sínum tíma frægð fyrir myndbönd sín á YouTube, hefur undanfarin ár verið að berjast við hina og þessa inn í hnefaleikahringnum og er hægt að telja upp fyrrverandi MMA bardagamenn á borð við Ben Askren, Tyron Woodley og Anderson Silva yfir í fyrrverandi heimsmeistarann í hnefaleikum, þá hinn 58 ára gamla Mike Tyson. Aldrei hefur Jake Paul þó mætt hnefaleikakappa í hringnum sem er með jafnmikla reynslu og eins góðum stað á sínum ferli og Anthony Joshua sem hefur unnið 28 bardaga á sínum atvinnumannaferli, þar af 25 með rothöggi. „Þetta er ekki gervigreindin að henda fram mögulegum bardaga. Þetta er dómsdagur,“ segir Jake Paul í yfirlýsingu um bardagann. „Atvinnumannabardagi í þungavigt gegn heimsmeistara sem er á hátindi síns ferils. Þegar að ég vinn Anthony Joshua munu allar efasemdarraddir þagna og þá mun enginn geta staðið í vegi fyrir því að ég fái tækifæri til þess að berjast um heimsmeistaratitil.“ Þá ávarpar Jake Paul þá sem að eru í nöp við hann. „Þetta er það sem að þið vilduð. En til allra íbúa Bretlandseyja vil ég segja að mér þykir þetta leitt. Föstudaginn 19.desember í Miami, í beinni útsendingu á heimsvísu hjá Netflix, mun nýr kyndilberi taka við og Golíat Bretlands mun sofna værum svefni.“ Box Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira
Frá þessu greindu bæði Jake Paul og Anthony Joshua fyrr í dag en um er að ræða átta lotu bardaga sem fer fram á hnefaleikakvöldi í Kaseya Center í Flórída þann 19.desember næstkomandi. Jake Paul, sem öðlaðist á sínum tíma frægð fyrir myndbönd sín á YouTube, hefur undanfarin ár verið að berjast við hina og þessa inn í hnefaleikahringnum og er hægt að telja upp fyrrverandi MMA bardagamenn á borð við Ben Askren, Tyron Woodley og Anderson Silva yfir í fyrrverandi heimsmeistarann í hnefaleikum, þá hinn 58 ára gamla Mike Tyson. Aldrei hefur Jake Paul þó mætt hnefaleikakappa í hringnum sem er með jafnmikla reynslu og eins góðum stað á sínum ferli og Anthony Joshua sem hefur unnið 28 bardaga á sínum atvinnumannaferli, þar af 25 með rothöggi. „Þetta er ekki gervigreindin að henda fram mögulegum bardaga. Þetta er dómsdagur,“ segir Jake Paul í yfirlýsingu um bardagann. „Atvinnumannabardagi í þungavigt gegn heimsmeistara sem er á hátindi síns ferils. Þegar að ég vinn Anthony Joshua munu allar efasemdarraddir þagna og þá mun enginn geta staðið í vegi fyrir því að ég fái tækifæri til þess að berjast um heimsmeistaratitil.“ Þá ávarpar Jake Paul þá sem að eru í nöp við hann. „Þetta er það sem að þið vilduð. En til allra íbúa Bretlandseyja vil ég segja að mér þykir þetta leitt. Föstudaginn 19.desember í Miami, í beinni útsendingu á heimsvísu hjá Netflix, mun nýr kyndilberi taka við og Golíat Bretlands mun sofna værum svefni.“
Box Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira