Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 12:49 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext ehf. vísir/Ívar Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið. Mikil eftirvænting ríkir og jafnvel óvenju mikil en forsvarsmenn fjölda hagsmunasamtaka hafa kallað eftir vaxtalækkun og vísað í röð áfalla í útflutningsgreinum. Þar má nefna bilun hjá Norðuráli, lokun PCC á Bakka, samdrátt hjá Elkem, gjaldþrot Play og aukið atvinnuleysi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext og efnahagsráðgjafi síðutu ríkisstjórnar, segir stöðuna vissulega áhyggjuefni. „Maður hefur áhyggjur af því og þá hvaða áhrif það muni kannski hafa á næstu mánuðum. En staðan í dag er hins vegar sú að innlend eftirspurn, sem er náttúrulega það sem Seðlabankinn horfir mest til þegar það er verið að ákveða vexti, hún er enn sem komið er gjörsamlega bara á fljúgandi siglingu. Það voru að koma nýjar kortaveltutölur í morgun og takturinn í því er bara þannig að það er mjög mikill kortavöxtur hjá heimilunum,“ segir Konráð. Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt í fyrramálið. Næsta ákvörðun eftir þessa verður ekki fyrr en 4. febrúar á næsta ári.vísir/Anton Hann segir peningastefnunefnd með bundnar hendur að ákveðnu leyti þar sem nefndin hefur rætt um mikilvægi þess að verðbólgan hjaðni nær markmiði áður en ráðist verði í frekari vaxtalækkun. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent. „En út af versnandi horfum trúi ég þó eiginlega ekki öðru en að við munum fá allavega mun mildari tón. Að því verði gefið undir fótinn um að það muni þurfa að lækka vexti kannski meira og hraðar heldur en áður var gert ráð fyrir, þar sem þessi áföll munu mögulega þá seinna draga úr eftirspurninni hér innanlands og kæla hagkerfið. Það geti þá þýtt að Seðlabankinn geti náð verðbólgumarkmiðinu aðeins lægri vöxtum en annars.“ Lækkun væri stefnubreyting Greiningardeildir hafa spáð óbreyttu vaxtastigi og Konráð telur einnig afar ólíklegt að þeir verði lækkaðir. „Miðað við það sem þau eru búin að segja, að þá væri það mikil stefnubreyting og þau kannski óttast áhrif á trúverðugleikann að fara að lækka vexti allt í einu, þegar þau eru búin að segja eitthvað allt annað áður. En það er langt í næstu vaxtaákvörðun eftir þessa og nefndin á náttúrulega að vera framsýn. Þannig að ég myndi kannski ekki útiloka það að við fáum einhverja litla lækkun á morgun, þó að ég eigi ekkert sérstaklega von á því,“ segir Konráð. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið. Mikil eftirvænting ríkir og jafnvel óvenju mikil en forsvarsmenn fjölda hagsmunasamtaka hafa kallað eftir vaxtalækkun og vísað í röð áfalla í útflutningsgreinum. Þar má nefna bilun hjá Norðuráli, lokun PCC á Bakka, samdrátt hjá Elkem, gjaldþrot Play og aukið atvinnuleysi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext og efnahagsráðgjafi síðutu ríkisstjórnar, segir stöðuna vissulega áhyggjuefni. „Maður hefur áhyggjur af því og þá hvaða áhrif það muni kannski hafa á næstu mánuðum. En staðan í dag er hins vegar sú að innlend eftirspurn, sem er náttúrulega það sem Seðlabankinn horfir mest til þegar það er verið að ákveða vexti, hún er enn sem komið er gjörsamlega bara á fljúgandi siglingu. Það voru að koma nýjar kortaveltutölur í morgun og takturinn í því er bara þannig að það er mjög mikill kortavöxtur hjá heimilunum,“ segir Konráð. Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt í fyrramálið. Næsta ákvörðun eftir þessa verður ekki fyrr en 4. febrúar á næsta ári.vísir/Anton Hann segir peningastefnunefnd með bundnar hendur að ákveðnu leyti þar sem nefndin hefur rætt um mikilvægi þess að verðbólgan hjaðni nær markmiði áður en ráðist verði í frekari vaxtalækkun. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent. „En út af versnandi horfum trúi ég þó eiginlega ekki öðru en að við munum fá allavega mun mildari tón. Að því verði gefið undir fótinn um að það muni þurfa að lækka vexti kannski meira og hraðar heldur en áður var gert ráð fyrir, þar sem þessi áföll munu mögulega þá seinna draga úr eftirspurninni hér innanlands og kæla hagkerfið. Það geti þá þýtt að Seðlabankinn geti náð verðbólgumarkmiðinu aðeins lægri vöxtum en annars.“ Lækkun væri stefnubreyting Greiningardeildir hafa spáð óbreyttu vaxtastigi og Konráð telur einnig afar ólíklegt að þeir verði lækkaðir. „Miðað við það sem þau eru búin að segja, að þá væri það mikil stefnubreyting og þau kannski óttast áhrif á trúverðugleikann að fara að lækka vexti allt í einu, þegar þau eru búin að segja eitthvað allt annað áður. En það er langt í næstu vaxtaákvörðun eftir þessa og nefndin á náttúrulega að vera framsýn. Þannig að ég myndi kannski ekki útiloka það að við fáum einhverja litla lækkun á morgun, þó að ég eigi ekkert sérstaklega von á því,“ segir Konráð.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira