Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar 18. nóvember 2025 16:03 Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar