Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:01 Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar