Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar 19. nóvember 2025 08:16 Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina).
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar