Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar 19. nóvember 2025 10:02 Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Efni greinarinnar, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, lýsir því hvernig landslag tónlistarmenningar sem fært hefur okkur hljómsveitir sem öll heimsbyggðin þekkir, hefur breyst og þar sem áður list og sköpun fékk að lifa og dafna, snýst allt núna um að hámarka gróða. Í þessu er fólgin þversögn - þversögnin er sú að stór hluti af þeim sem heimsækja Reykjavík, koma á þeim forsendum að þeir séu að fara að sjá og upplifa þá borg sem getið hefur af sér Björk, Sigur Rós, Múm, og öll þau óteljandi bönd og það stórkostlega hæfileikaríka tónlistarfólk sem hér hefur vaxið úr grasi - sem sagt borg þar sem grasrótin hefur náð festu og getið af sér það sem við þekkjum sem „íslenska tónlist“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarna áratugi. Þessi „íslenska tónlist“ er stór hluti af sjálfsmynd Reykjavíkurborgar. Þróunin síðan 2010 hefur verið hröð og í dag er svo komið að hótelvæðingin er farin að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Reykjavík veit ekki lengur hver hún er eða hvert hún er að fara. Áhrifin af Airbnb og hraðri fjölgun hótela í 101 á ýmisskonar menningarstarfsemi og smáfyrirtæki, hafa verið slík að mörg hver eru nú horfin af vettvangi vegna hækkandi húsaleigu og breyttrar götumyndar. Hótelbyggingar eru reistar á örskömmum tíma á rústum staða sem áður hýstu blómlegt menningarlíf sem var órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd borgarinnar okkar. Reykjavík er hratt og örugglega að verða að staðlaðri og túristavæddri borg sem tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili. Byggingarnar sem hér eru reistar skapa borgarmynd sem hefur enga tengingu við söguna, menninguna og fólkið sem hér hefur búið í gegnum aldirnar. Þær eru birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem skilur eftir sig sviðna jörð og heldur eitthvert annað þegar gróðinn hefur verið hámarkaður og allur arður kreistur úr túpunni. Ég hef flutt inn íslenska tónlistarmenn til Parísar í fjöldamörg ár og unnið með tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, dagskrártjórum, fjölmiðlum og öllum helstu menningarstofnunum í Frakklandi og get fullyrt að þessi þróun er ekki heillavænleg fyrir tónlistina okkar. Þessi þróun er ávísun á ófrumleika og stöðnun þar sem búið er að steypa yfir jarðveginn sem áður gaf tónlistinni okkar líf. Við þurfum á þessu skrýtna og sérvitra að halda, það gefur menningunni lit og lífinu gildi. Það er í raun og veru það sem túristarnir koma hingað til að sjá og upplifa í okkar yndislegu borg - en ekki hitt - sálarlaus hótel og alþjóðlegar verslana- og veitingakeðjur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og stundakennari við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Efni greinarinnar, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, lýsir því hvernig landslag tónlistarmenningar sem fært hefur okkur hljómsveitir sem öll heimsbyggðin þekkir, hefur breyst og þar sem áður list og sköpun fékk að lifa og dafna, snýst allt núna um að hámarka gróða. Í þessu er fólgin þversögn - þversögnin er sú að stór hluti af þeim sem heimsækja Reykjavík, koma á þeim forsendum að þeir séu að fara að sjá og upplifa þá borg sem getið hefur af sér Björk, Sigur Rós, Múm, og öll þau óteljandi bönd og það stórkostlega hæfileikaríka tónlistarfólk sem hér hefur vaxið úr grasi - sem sagt borg þar sem grasrótin hefur náð festu og getið af sér það sem við þekkjum sem „íslenska tónlist“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarna áratugi. Þessi „íslenska tónlist“ er stór hluti af sjálfsmynd Reykjavíkurborgar. Þróunin síðan 2010 hefur verið hröð og í dag er svo komið að hótelvæðingin er farin að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Reykjavík veit ekki lengur hver hún er eða hvert hún er að fara. Áhrifin af Airbnb og hraðri fjölgun hótela í 101 á ýmisskonar menningarstarfsemi og smáfyrirtæki, hafa verið slík að mörg hver eru nú horfin af vettvangi vegna hækkandi húsaleigu og breyttrar götumyndar. Hótelbyggingar eru reistar á örskömmum tíma á rústum staða sem áður hýstu blómlegt menningarlíf sem var órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd borgarinnar okkar. Reykjavík er hratt og örugglega að verða að staðlaðri og túristavæddri borg sem tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili. Byggingarnar sem hér eru reistar skapa borgarmynd sem hefur enga tengingu við söguna, menninguna og fólkið sem hér hefur búið í gegnum aldirnar. Þær eru birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem skilur eftir sig sviðna jörð og heldur eitthvert annað þegar gróðinn hefur verið hámarkaður og allur arður kreistur úr túpunni. Ég hef flutt inn íslenska tónlistarmenn til Parísar í fjöldamörg ár og unnið með tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, dagskrártjórum, fjölmiðlum og öllum helstu menningarstofnunum í Frakklandi og get fullyrt að þessi þróun er ekki heillavænleg fyrir tónlistina okkar. Þessi þróun er ávísun á ófrumleika og stöðnun þar sem búið er að steypa yfir jarðveginn sem áður gaf tónlistinni okkar líf. Við þurfum á þessu skrýtna og sérvitra að halda, það gefur menningunni lit og lífinu gildi. Það er í raun og veru það sem túristarnir koma hingað til að sjá og upplifa í okkar yndislegu borg - en ekki hitt - sálarlaus hótel og alþjóðlegar verslana- og veitingakeðjur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og stundakennari við HÍ.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar