Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 15:01 Fyrir nokkrum árum pantaði fyrirtæki sem ég stýri vörur frá Hollandi og þegar kom að því að senda vörurnar af stað fékk ég beiðni um hin ýmsu gögn þar sem Ísland væri ekki í Evrópu. Ég man að ég brosti út í annað og gaf ekki mikið fyrir landafræðakennslu Hollendinga og svaraði að auðvitað væri Ísland í Evrópu. En svarið sem ég fékk til baka sat í mér – og situr enn - því Hollendingarnir svöruðu: “Já – en Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu.” Þetta rifjast upp nú þegar ESB tók ákvörðun um að veita Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna kísiljárns. ESB er þannig að feta í fótspor ríkja eins og Kína og Bandaríkjanna og verja sitt yfirráðasvæði – verja sig og sína. Því að undanförnu hefur heimurinn því miður tekið þau óheillaspor að velja tolla og einangrun fram yfir frjáls alþjóðleg viðskipti. Nú sem aldrei fyrr verðum við Íslendingar að leggja kalt mat á það hvar framtíðarhagsmunum okkar er best borgið. Við getum ekki leyft okkur að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir, sem byggja á vangaveltum en ekki staðreyndum. Það er verulega óþægileg tilfinning ef sú skoðun er útbreidd meðal þjóða í Evrópu að lönd utan ESB séu í raun ekki hluti af ÞEIRRA Evrópu sem þurfi að vernda þegar hætta steðjar að. Okkur á að vera orðið fullljóst að vera okkar í EES jafngildir á engan hátt veru innan ESB. Hættum þessu hálfkáki og komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvað full aðild og vernd innan ESB gæti þýtt fyrir Ísland. Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum pantaði fyrirtæki sem ég stýri vörur frá Hollandi og þegar kom að því að senda vörurnar af stað fékk ég beiðni um hin ýmsu gögn þar sem Ísland væri ekki í Evrópu. Ég man að ég brosti út í annað og gaf ekki mikið fyrir landafræðakennslu Hollendinga og svaraði að auðvitað væri Ísland í Evrópu. En svarið sem ég fékk til baka sat í mér – og situr enn - því Hollendingarnir svöruðu: “Já – en Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu.” Þetta rifjast upp nú þegar ESB tók ákvörðun um að veita Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna kísiljárns. ESB er þannig að feta í fótspor ríkja eins og Kína og Bandaríkjanna og verja sitt yfirráðasvæði – verja sig og sína. Því að undanförnu hefur heimurinn því miður tekið þau óheillaspor að velja tolla og einangrun fram yfir frjáls alþjóðleg viðskipti. Nú sem aldrei fyrr verðum við Íslendingar að leggja kalt mat á það hvar framtíðarhagsmunum okkar er best borgið. Við getum ekki leyft okkur að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir, sem byggja á vangaveltum en ekki staðreyndum. Það er verulega óþægileg tilfinning ef sú skoðun er útbreidd meðal þjóða í Evrópu að lönd utan ESB séu í raun ekki hluti af ÞEIRRA Evrópu sem þurfi að vernda þegar hætta steðjar að. Okkur á að vera orðið fullljóst að vera okkar í EES jafngildir á engan hátt veru innan ESB. Hættum þessu hálfkáki og komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvað full aðild og vernd innan ESB gæti þýtt fyrir Ísland. Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar