Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 23:15 Meira að segja kettir hafa verið staðnir að því að taka sjálfur. Það hefur þó ekki líklega ekki komið jafnharkalega í bakið á þeim og þeim dópsala sem um er fjallað í þessari frétt. Getty Mohamed Hicham Rahmi hefur verið dæmdur í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að standa að innflutningi kókaíns auk þess sem fjöldi fíkniefna fannst í fórum hans ætlaður til söludreifingar. Þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur á maðurinn þegar dóma á bakinu í Svíþjóð og hér heima fyrir dópsölu. Sjálfa var meðal sönnunargagna í málinu. Landsréttur þyngdi refsingu Mohamed sem hlaut fjögurra ára dóm í héraði. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar þar sem ákæruvaldið krafðist þess að refsing ákærða yrði þyngd. Mohamed var ákærður fyrir að skipuleggja innflutning á tæplega tveimur kílóum af kókaíni af 87 prósenta styrkleika, ætlað til söludreifingar hér á landi. Hann var í slagtogi með þremur öðrum en atburðarásin átti sér stað í júlímánuði 2023. Þann 20. júlí fann tollgæslan hins vegar kókaín sem var í svörtum pokum í tölvuturni og skipti því út fyrir gerviefni. Þegar félagar Mohamed sóttu pakkann, elti lögreglan hópinn og handtók síðan. Meðal sönnunargagna var sími Mohamed sem hann sagði ekki vera sinn heldur sagði í eigu þriðja manns. Hins vegar kom í ljós að Mohamed var skráður inn á tölvupóstinn sinn í símanum og hafði smellt af einni sjálfu, svo talið var að framburður hans væri ótrúverðugur. Mikið magn fíkniefna fannst í bifreið og á heimili Mohamed var einnig dæmdur fyrir að hafa haft 226,5 grömm af kókaíni í fórum sínum ætlað til sölu og dreifingar. Efnin fundust í bíl meðákærðra, annars vegar í öryggisboxi og hins vegar í blárri íþróttatösku. Meðákærandinn benti lögreglu á fíkniefnin og sagði þau í eigu Mohamed. Hann viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga öryggisboxið og sagði í því væri um hálf milljón króna. Eftir að honum var tjáð að þar hefðu ekki fundist peningaseðlar viðurkenndi hann að þar væri kókaín. Á lyklakippu Mohamed mátti einnig finna lykilinn að öryggisboxinu. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi sagðist Mohamed hins vegar ekki eiga öryggisboxið né íþróttatöskuna, líkt og meðákærandinn sagði. Framburðurinn þótti þó ekki trúverðugur og var hann sakfelldur fyrir vörsluna. Þann 23. júlí fundust einnig 234 grömm af kókaíni, 498 grömm af hassi, fimm grömm af metamfetamíni, 555 stykki af alprazolam Krka eins milligramma töflum og fjórir millilítrar af testósteróni. Mohamed játaði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann ætti fíkniefnin sem fundust í íbúð sem hann hafði á leigu. Hann sagðist hafa stolið efnunum nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Meðákærandinn í Héraðsdómi sagði að Mohamed væri með efnin í sínum fórum til að selja þau. Hefur áður komist í kast við lögin Þegar Landsréttur ákvarðaði dóminn var litið til að innflutningur fíkniefnanna var í ágóðaskyni og einkenndist af sterkum brotavilja þar sem Mohamed skipulagði innflutninginn. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann kemst í kast við lögn. Þann 9. september 2019 var hann dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Svíþjóð fyrir fíkniefnasmygl og hefur sá dómur einnig ítrekunaráhrif hér á landi. Þá var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi þann 30. júní 2021 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Landsréttur úrskurðaði Mohamed því í fjögurra og hálfs árs fangelsisvist, að undantöldum dögunum sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Landsréttur þyngdi refsingu Mohamed sem hlaut fjögurra ára dóm í héraði. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar þar sem ákæruvaldið krafðist þess að refsing ákærða yrði þyngd. Mohamed var ákærður fyrir að skipuleggja innflutning á tæplega tveimur kílóum af kókaíni af 87 prósenta styrkleika, ætlað til söludreifingar hér á landi. Hann var í slagtogi með þremur öðrum en atburðarásin átti sér stað í júlímánuði 2023. Þann 20. júlí fann tollgæslan hins vegar kókaín sem var í svörtum pokum í tölvuturni og skipti því út fyrir gerviefni. Þegar félagar Mohamed sóttu pakkann, elti lögreglan hópinn og handtók síðan. Meðal sönnunargagna var sími Mohamed sem hann sagði ekki vera sinn heldur sagði í eigu þriðja manns. Hins vegar kom í ljós að Mohamed var skráður inn á tölvupóstinn sinn í símanum og hafði smellt af einni sjálfu, svo talið var að framburður hans væri ótrúverðugur. Mikið magn fíkniefna fannst í bifreið og á heimili Mohamed var einnig dæmdur fyrir að hafa haft 226,5 grömm af kókaíni í fórum sínum ætlað til sölu og dreifingar. Efnin fundust í bíl meðákærðra, annars vegar í öryggisboxi og hins vegar í blárri íþróttatösku. Meðákærandinn benti lögreglu á fíkniefnin og sagði þau í eigu Mohamed. Hann viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga öryggisboxið og sagði í því væri um hálf milljón króna. Eftir að honum var tjáð að þar hefðu ekki fundist peningaseðlar viðurkenndi hann að þar væri kókaín. Á lyklakippu Mohamed mátti einnig finna lykilinn að öryggisboxinu. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi sagðist Mohamed hins vegar ekki eiga öryggisboxið né íþróttatöskuna, líkt og meðákærandinn sagði. Framburðurinn þótti þó ekki trúverðugur og var hann sakfelldur fyrir vörsluna. Þann 23. júlí fundust einnig 234 grömm af kókaíni, 498 grömm af hassi, fimm grömm af metamfetamíni, 555 stykki af alprazolam Krka eins milligramma töflum og fjórir millilítrar af testósteróni. Mohamed játaði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann ætti fíkniefnin sem fundust í íbúð sem hann hafði á leigu. Hann sagðist hafa stolið efnunum nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Meðákærandinn í Héraðsdómi sagði að Mohamed væri með efnin í sínum fórum til að selja þau. Hefur áður komist í kast við lögin Þegar Landsréttur ákvarðaði dóminn var litið til að innflutningur fíkniefnanna var í ágóðaskyni og einkenndist af sterkum brotavilja þar sem Mohamed skipulagði innflutninginn. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann kemst í kast við lögn. Þann 9. september 2019 var hann dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Svíþjóð fyrir fíkniefnasmygl og hefur sá dómur einnig ítrekunaráhrif hér á landi. Þá var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi þann 30. júní 2021 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Landsréttur úrskurðaði Mohamed því í fjögurra og hálfs árs fangelsisvist, að undantöldum dögunum sem hann sat í gæsluvarðhaldi.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira