Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Aron Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2025 09:01 Guðmundur þjálfaði lið Fredericia með góðum árangri, gerði liðið gildandi í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar og kom því í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögunni. Nú íhugar hann næstu skref á sínum ferli. EPA/Claus Fisker Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson, hleður nú batteríin hér heima á Íslandi og íhugar næstu skref á sínum ferli. Hann lokar ekki á neitt og segir það líka koma til greina að gera eitthvað allt annað en að þjálfa handbolta. Leiðir Guðmundar og danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia skildu í september síðastliðnum en undir stjórn Íslendingsins hafði liðið unnið verðlaun í fyrsta sinn í 43 ár, farið alla leið í oddaleik í úrslitum dönsku deildarinnar og spilað í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Forráðamenn félagsins töldu hins vegar að kominn væri tími á nýjan mann í brúnna þar sem byggt væri á þeim góða grunn sem byggður hafði verið undanfarin ár og því skildu leiðir. Loksins kominn aftur heim Guðmundur nýtur þess nú að vera kominn heim til Íslands þar sem að hann hleður batteríin þessa dagana og skoðar framhaldið í rólegheitum eftir dvöl erlendis síðan árið 2009. „Undanfarin sextán ár hefur mér liðið eins og ég sé gestur í mínu eigin heimalandi. Ég hef verið að koma hingað í stuttan tíma yfir jólin og fer svo aftur. Yfir sumartímann hafa verið mislöng fríin, allt niður í þrjár vikur. Þá er maður að reyna gera allt mögulegt á stuttum tíma og hefur aldrei liðið eins og maður sé heima. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem mér líður eins og ég sé kominn heim.“ Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum ferli, meðal annars í þýsku úrvalsdeildinni eins og hér.Mynd/Nordic Photos/Bongarts „Það er frábær tilfinning, þannig lagað séð líður mér vel með það. Engu að síður hefur það verið ótrúlega góður tími að þjálfa í mismunandi löndum, mismunandi lið og stundum stórkostleg lið. Það eru forréttindi að hafa fengið að þjálfa þessi lið, er mjög þakklátur fyrir það. Þess vegna líður mér mjög vel með að vera kominn heim og ætla að skoða það mjög vel hver möguleg næstu skref verða. Þau gætu verið á handboltasviðinu en það getur líka vel verið að ég geri eitthvað allt annað.“ „Hefur staðið eins og klettur við bakið á mér“ Það fer þó ekki fram hjá manni að Guðmundi líður einkar vel með að vera kominn aftur heim til Íslands þar sem að gefst tími til þess að verja meiri tíma með fjölskyldunni. „Dóttir mín var flutt til Íslands sautján ára og við satt best að segja höfðum áhyggjur af því að hún væri hér ein og svo á ég þrjá syni líka sem ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna heldur undanfarin sextán ár. Það er líka gott að vera nær þeim. Ég er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið erlendis en það eru líka fórnir sem maður færir þegar að maður er ekki með sínum nánustu nema konu og dóttur í mínu tilviki. Það er margt sem spilar inn í þetta, ákveðnar fórnir sem maður færir en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notað þennan tíma í þetta. Fjóla Ósland Hermannsdóttir, eiginkona mín, hefur staðið eins og klettur við bakið á mér allan tímann í þessu.“ Neistinn mun seint slokkna Guðmundur hefur komið víða við á sínum ferli, þjálfað á stærstu sviðum handboltans bæði með félags- og landsliðum. Ef svo færi að hann tæki að sér annað verkefni í þjálfun passar hann sig að loka ekki á neitt. Guðmundur á góðri stundu sem landsliðsþjálfari Íslands.Getty/Jörg Schüler „Maður forðast að svara eitthvað afdráttarlaust varðandi framtíðina því það getur ýmislegt gerst. Ég horfi frekar til þess að taka að mér þjálfun landsliðs mögulega. Það helgast kannski af því að maður á því meiri möguleika á því að vera hér heima á Íslandi. Það held ég að muni spila inn í. Ég er þó opinn fyrir hverju sem er þannig séð. Neistinn gagnvart því að halda áfram í þjálfun er þó enn til staðar. „Ég held að þessi neisti muni seint slokkna. Það er nú kannski það sem stundum hefur verið minn Akkilesarhæll í þessari þjálfun, ég vil svo mikið, geri svo miklar kröfur. Fyrst til sjálfs míns og svo til leikmanna. Það er svo mikil ástríða þarna, stundum hefur hún aðeins verið of mikil. Fjóla, eiginkona mín, er alltaf að taka mig í gegn. Minna mig á að ég þurfi aðeins að slaka á. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig.“ Handbolti Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Leiðir Guðmundar og danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia skildu í september síðastliðnum en undir stjórn Íslendingsins hafði liðið unnið verðlaun í fyrsta sinn í 43 ár, farið alla leið í oddaleik í úrslitum dönsku deildarinnar og spilað í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Forráðamenn félagsins töldu hins vegar að kominn væri tími á nýjan mann í brúnna þar sem byggt væri á þeim góða grunn sem byggður hafði verið undanfarin ár og því skildu leiðir. Loksins kominn aftur heim Guðmundur nýtur þess nú að vera kominn heim til Íslands þar sem að hann hleður batteríin þessa dagana og skoðar framhaldið í rólegheitum eftir dvöl erlendis síðan árið 2009. „Undanfarin sextán ár hefur mér liðið eins og ég sé gestur í mínu eigin heimalandi. Ég hef verið að koma hingað í stuttan tíma yfir jólin og fer svo aftur. Yfir sumartímann hafa verið mislöng fríin, allt niður í þrjár vikur. Þá er maður að reyna gera allt mögulegt á stuttum tíma og hefur aldrei liðið eins og maður sé heima. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem mér líður eins og ég sé kominn heim.“ Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum ferli, meðal annars í þýsku úrvalsdeildinni eins og hér.Mynd/Nordic Photos/Bongarts „Það er frábær tilfinning, þannig lagað séð líður mér vel með það. Engu að síður hefur það verið ótrúlega góður tími að þjálfa í mismunandi löndum, mismunandi lið og stundum stórkostleg lið. Það eru forréttindi að hafa fengið að þjálfa þessi lið, er mjög þakklátur fyrir það. Þess vegna líður mér mjög vel með að vera kominn heim og ætla að skoða það mjög vel hver möguleg næstu skref verða. Þau gætu verið á handboltasviðinu en það getur líka vel verið að ég geri eitthvað allt annað.“ „Hefur staðið eins og klettur við bakið á mér“ Það fer þó ekki fram hjá manni að Guðmundi líður einkar vel með að vera kominn aftur heim til Íslands þar sem að gefst tími til þess að verja meiri tíma með fjölskyldunni. „Dóttir mín var flutt til Íslands sautján ára og við satt best að segja höfðum áhyggjur af því að hún væri hér ein og svo á ég þrjá syni líka sem ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna heldur undanfarin sextán ár. Það er líka gott að vera nær þeim. Ég er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið erlendis en það eru líka fórnir sem maður færir þegar að maður er ekki með sínum nánustu nema konu og dóttur í mínu tilviki. Það er margt sem spilar inn í þetta, ákveðnar fórnir sem maður færir en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notað þennan tíma í þetta. Fjóla Ósland Hermannsdóttir, eiginkona mín, hefur staðið eins og klettur við bakið á mér allan tímann í þessu.“ Neistinn mun seint slokkna Guðmundur hefur komið víða við á sínum ferli, þjálfað á stærstu sviðum handboltans bæði með félags- og landsliðum. Ef svo færi að hann tæki að sér annað verkefni í þjálfun passar hann sig að loka ekki á neitt. Guðmundur á góðri stundu sem landsliðsþjálfari Íslands.Getty/Jörg Schüler „Maður forðast að svara eitthvað afdráttarlaust varðandi framtíðina því það getur ýmislegt gerst. Ég horfi frekar til þess að taka að mér þjálfun landsliðs mögulega. Það helgast kannski af því að maður á því meiri möguleika á því að vera hér heima á Íslandi. Það held ég að muni spila inn í. Ég er þó opinn fyrir hverju sem er þannig séð. Neistinn gagnvart því að halda áfram í þjálfun er þó enn til staðar. „Ég held að þessi neisti muni seint slokkna. Það er nú kannski það sem stundum hefur verið minn Akkilesarhæll í þessari þjálfun, ég vil svo mikið, geri svo miklar kröfur. Fyrst til sjálfs míns og svo til leikmanna. Það er svo mikil ástríða þarna, stundum hefur hún aðeins verið of mikil. Fjóla, eiginkona mín, er alltaf að taka mig í gegn. Minna mig á að ég þurfi aðeins að slaka á. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig.“
Handbolti Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira