Fótbolti

Gömlu United-mennirnir með stoð­sendingar þegar Napoli fór á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 David Neres fagnar öðru marka sinna með þeim Rasmus Höjlund og Scott McTominay.
 David Neres fagnar öðru marka sinna með þeim Rasmus Höjlund og Scott McTominay. Getty/Ivan Romano

Napoli stökk upp í toppsæti ítölsku Seríu A-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Atalanta í kvöld.

Öll þrjú mörk Napoli-liðsins komu í fyrri hálfleiknum.

Eftir þennan sigur er Napoli með 25 stig eða einu stigi meira en Internazionale, Roma og Bologna sem eru öll með 24 stig.

Inter og Roma eiga eftir að spila leik sinn í þessari umferð og geta því bæði komist á toppinn.

Napoli náði aðeins í eitt stig í tveimur síðustu leikjum sínum fyrir landsleikjahlé en gerði vel í kvöld.

David Neres skoraði tvívegis í fyrri hálfleiknum en Noa Lang var með þriðja markið.

Gömlu Manchester United-mennirnir Rasmus Höjlund og Scott McTominay lögðu upp mörkin fyrir Neres sem er 28 ára Brasilíumaður.

Gianluca Scamacca minnkaði muninn í 3-1 á 52. mínútu en nær komast Atalanta ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×