Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Agnar Már Másson skrifar 22. nóvember 2025 22:53 Maður á Gasa flytur stúku á Al-Shifa spítalann á Gasa eftir árásirnar í dag. AP Að minnsta kosti tuttugu og fjórir létust í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndinni í dag og er dagurinn því einn sá mannskæðasti frá því að vopnahlé tók gildi í byrjun október. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa verið að bregðast við meintu broti Hamasliða. Þau segjast hafa drepið fimm Hamasliða. Yfirvöld á Gasaströndinni greina frá andlátunum samkvæmt AP. Enn fremur segir að um 54 manns séu særðir. Unicef benti á í gær að um 280 Palestínumenn, þar af um 67 börn, hefðu látið lífið á Gasa frá því að vopnahléið hófst. Það gera um tvö börn á dag. Reuters hefur eftir sjónarvottum og heilbrigðisstarfsfólki að fyrsta flugskeytið hafi hafnað á bíl í hverfinu Rimal, sem er afar þéttbýlt rétt eins og Gasaströndin öll. Mikill eldur kviknaði á svæðinu en niðurlögum hans var ráðið. Skömmu síðar hafi tvö flugskeyti lent á tveimur húsum í borginni Deir Al-Balah, fyrir miðju Gasa, og drepið þar um tíu manns. Síðar í dag lenti svo annað loftskeyti Ísraelsmanna í vestanverðri Gasaborg og drap hið minnsta fimm Palestínumenn, að sögn sjúkraflutningamanna. Ísraelsher heldur því fram að palestínskur byssumaður hafi farið inn á svæði á Gasa sem Ísrael hefur lagt undir sig og skotið á hermenn. Hann hafi misnotað „mannúðarvegin á svæðinu sem mannúðaraðstoð er flutt um“ á sunnanverðu Gasasvæðinu. Herinn kallaði þetta „ósvífið brot á vopnahléssamningnum“. Herinn segist hafa verið að svara þessu. Fulltrúi Hamasliða segir við Reuters að samtökin þvertaki fyrir ásakanir Ísraelsmanna og kallar þær „afsökun til að drepa.“ Samtökin séu staðráðin í að virða vopnahléið. Ísraelsmenn og Hamasliðar hafa ítrekað sakað hvorn annan um að brjóta vopnahléð sem hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hamas sögðu í dag að gjörðir milligöngumanna og Bandaríkin þyrftu einhvern veginn að bregðast við framgöngu Ísraelsmanna. Ísraelsmenn óskuðu einnig eftir því við milligöngumenn að þeir krefðust þess að Hamas uppfylltu sinn hluta í vopnahlénu og skiluðu síðustu þremur látnu gíslunum og kláruðu afvopnun sína, samkvæmt því sem fram kom í yfirlýsingu forsætisráðuneytis Benjamíns Netanjahús. Herin hafi drepið fimm Hamasliða í árásunum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Yfirvöld á Gasaströndinni greina frá andlátunum samkvæmt AP. Enn fremur segir að um 54 manns séu særðir. Unicef benti á í gær að um 280 Palestínumenn, þar af um 67 börn, hefðu látið lífið á Gasa frá því að vopnahléið hófst. Það gera um tvö börn á dag. Reuters hefur eftir sjónarvottum og heilbrigðisstarfsfólki að fyrsta flugskeytið hafi hafnað á bíl í hverfinu Rimal, sem er afar þéttbýlt rétt eins og Gasaströndin öll. Mikill eldur kviknaði á svæðinu en niðurlögum hans var ráðið. Skömmu síðar hafi tvö flugskeyti lent á tveimur húsum í borginni Deir Al-Balah, fyrir miðju Gasa, og drepið þar um tíu manns. Síðar í dag lenti svo annað loftskeyti Ísraelsmanna í vestanverðri Gasaborg og drap hið minnsta fimm Palestínumenn, að sögn sjúkraflutningamanna. Ísraelsher heldur því fram að palestínskur byssumaður hafi farið inn á svæði á Gasa sem Ísrael hefur lagt undir sig og skotið á hermenn. Hann hafi misnotað „mannúðarvegin á svæðinu sem mannúðaraðstoð er flutt um“ á sunnanverðu Gasasvæðinu. Herinn kallaði þetta „ósvífið brot á vopnahléssamningnum“. Herinn segist hafa verið að svara þessu. Fulltrúi Hamasliða segir við Reuters að samtökin þvertaki fyrir ásakanir Ísraelsmanna og kallar þær „afsökun til að drepa.“ Samtökin séu staðráðin í að virða vopnahléið. Ísraelsmenn og Hamasliðar hafa ítrekað sakað hvorn annan um að brjóta vopnahléð sem hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hamas sögðu í dag að gjörðir milligöngumanna og Bandaríkin þyrftu einhvern veginn að bregðast við framgöngu Ísraelsmanna. Ísraelsmenn óskuðu einnig eftir því við milligöngumenn að þeir krefðust þess að Hamas uppfylltu sinn hluta í vopnahlénu og skiluðu síðustu þremur látnu gíslunum og kláruðu afvopnun sína, samkvæmt því sem fram kom í yfirlýsingu forsætisráðuneytis Benjamíns Netanjahús. Herin hafi drepið fimm Hamasliða í árásunum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira