Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Agnar Már Másson skrifar 22. nóvember 2025 22:53 Maður á Gasa flytur stúku á Al-Shifa spítalann á Gasa eftir árásirnar í dag. AP Að minnsta kosti tuttugu og fjórir létust í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndinni í dag og er dagurinn því einn sá mannskæðasti frá því að vopnahlé tók gildi í byrjun október. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa verið að bregðast við meintu broti Hamasliða. Þau segjast hafa drepið fimm Hamasliða. Yfirvöld á Gasaströndinni greina frá andlátunum samkvæmt AP. Enn fremur segir að um 54 manns séu særðir. Unicef benti á í gær að um 280 Palestínumenn, þar af um 67 börn, hefðu látið lífið á Gasa frá því að vopnahléið hófst. Það gera um tvö börn á dag. Reuters hefur eftir sjónarvottum og heilbrigðisstarfsfólki að fyrsta flugskeytið hafi hafnað á bíl í hverfinu Rimal, sem er afar þéttbýlt rétt eins og Gasaströndin öll. Mikill eldur kviknaði á svæðinu en niðurlögum hans var ráðið. Skömmu síðar hafi tvö flugskeyti lent á tveimur húsum í borginni Deir Al-Balah, fyrir miðju Gasa, og drepið þar um tíu manns. Síðar í dag lenti svo annað loftskeyti Ísraelsmanna í vestanverðri Gasaborg og drap hið minnsta fimm Palestínumenn, að sögn sjúkraflutningamanna. Ísraelsher heldur því fram að palestínskur byssumaður hafi farið inn á svæði á Gasa sem Ísrael hefur lagt undir sig og skotið á hermenn. Hann hafi misnotað „mannúðarvegin á svæðinu sem mannúðaraðstoð er flutt um“ á sunnanverðu Gasasvæðinu. Herinn kallaði þetta „ósvífið brot á vopnahléssamningnum“. Herinn segist hafa verið að svara þessu. Fulltrúi Hamasliða segir við Reuters að samtökin þvertaki fyrir ásakanir Ísraelsmanna og kallar þær „afsökun til að drepa.“ Samtökin séu staðráðin í að virða vopnahléið. Ísraelsmenn og Hamasliðar hafa ítrekað sakað hvorn annan um að brjóta vopnahléð sem hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hamas sögðu í dag að gjörðir milligöngumanna og Bandaríkin þyrftu einhvern veginn að bregðast við framgöngu Ísraelsmanna. Ísraelsmenn óskuðu einnig eftir því við milligöngumenn að þeir krefðust þess að Hamas uppfylltu sinn hluta í vopnahlénu og skiluðu síðustu þremur látnu gíslunum og kláruðu afvopnun sína, samkvæmt því sem fram kom í yfirlýsingu forsætisráðuneytis Benjamíns Netanjahús. Herin hafi drepið fimm Hamasliða í árásunum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Yfirvöld á Gasaströndinni greina frá andlátunum samkvæmt AP. Enn fremur segir að um 54 manns séu særðir. Unicef benti á í gær að um 280 Palestínumenn, þar af um 67 börn, hefðu látið lífið á Gasa frá því að vopnahléið hófst. Það gera um tvö börn á dag. Reuters hefur eftir sjónarvottum og heilbrigðisstarfsfólki að fyrsta flugskeytið hafi hafnað á bíl í hverfinu Rimal, sem er afar þéttbýlt rétt eins og Gasaströndin öll. Mikill eldur kviknaði á svæðinu en niðurlögum hans var ráðið. Skömmu síðar hafi tvö flugskeyti lent á tveimur húsum í borginni Deir Al-Balah, fyrir miðju Gasa, og drepið þar um tíu manns. Síðar í dag lenti svo annað loftskeyti Ísraelsmanna í vestanverðri Gasaborg og drap hið minnsta fimm Palestínumenn, að sögn sjúkraflutningamanna. Ísraelsher heldur því fram að palestínskur byssumaður hafi farið inn á svæði á Gasa sem Ísrael hefur lagt undir sig og skotið á hermenn. Hann hafi misnotað „mannúðarvegin á svæðinu sem mannúðaraðstoð er flutt um“ á sunnanverðu Gasasvæðinu. Herinn kallaði þetta „ósvífið brot á vopnahléssamningnum“. Herinn segist hafa verið að svara þessu. Fulltrúi Hamasliða segir við Reuters að samtökin þvertaki fyrir ásakanir Ísraelsmanna og kallar þær „afsökun til að drepa.“ Samtökin séu staðráðin í að virða vopnahléið. Ísraelsmenn og Hamasliðar hafa ítrekað sakað hvorn annan um að brjóta vopnahléð sem hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hamas sögðu í dag að gjörðir milligöngumanna og Bandaríkin þyrftu einhvern veginn að bregðast við framgöngu Ísraelsmanna. Ísraelsmenn óskuðu einnig eftir því við milligöngumenn að þeir krefðust þess að Hamas uppfylltu sinn hluta í vopnahlénu og skiluðu síðustu þremur látnu gíslunum og kláruðu afvopnun sína, samkvæmt því sem fram kom í yfirlýsingu forsætisráðuneytis Benjamíns Netanjahús. Herin hafi drepið fimm Hamasliða í árásunum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira