Sport

Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálf­mara­þon

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mjög gaman hjá þeim sem tóku þátt í hálfmaraþoninu í Fíladelfíu. 
Það var mjög gaman hjá þeim sem tóku þátt í hálfmaraþoninu í Fíladelfíu.  Getty/Mitchell Leff

Vandamálaunglingar í Fíladelfíu í Bandaríkjunum fá annað tækifæri og að hreinsa sakaskrá sína með óvenjulegum þætti.

The Philadelphia Inquirer segir frá því að hópur unglinga hafi náð lokaáfanganum í því að fá sakaskrá sína hreinsaða með því að hlaupa 21,1 kílómetra í hálfmaraþoni Fíladelfíu í gær.

⁠Þetta eru nemendur í MileUp, úrræði fyrir unglinga sem gefur ungu fólki sem hefur verið ákært fyrir tiltekin brot, eins og bílþjófnað og skemmdarverk, tækifæri til að hreinsa sakaskrá sína.

Leiðbeinendur hjálpa þeim að byggja upp meiri ábyrgðarkennd og ábyrgðarskyldu á meðan þeir þjálfa sig í langhlaupum. Fyrir hausthópinn er hálfmaraþonið í Fíladelfíu lokaskrefið eftir að hafa lokið fimm kílómetra hlaupi og sextán kílómetra borgarhlaupi.

Gögn frá skrifstofu saksóknara sýna að úrræðið heldur unglingum frá því að lenda í réttarkerfinu. Þátttakendur segjast þakklátir fyrir tækifærið til að byrja upp á nýtt þegar þeir nálgast fullorðinsárin:

„Allir eiga skilið annað tækifæri,“ sagði einn 16 ára unglingur við The Inquirer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×