Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 21:37 Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru. Sýn Ljósaganga UN Women var gengin í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru Harðardóttur, sem lést á þessu ári. Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, hélt áhrifaríka ræðu fyrir gönguna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína í síðasta sinn. Í dag eru 299 dagar síðan hún tók sitt eigið líf sem bein afleiðing þess ofbeldis sem hún varð fyrir,“ byrjaði Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, ræðu sína á. Áhersla göngunnar var á stafrænt ofbeldi og las Helga Rún upp athugasemdir sem höfðu verið skrifaðar um systur hennar á netinu. „Þú átt fullkomlega skilið að það sé ráðist á þig. Þú ert allt það sem er að í okkar samfélagi. Það kæmi mér ekki á óvart þó að Ólöfu Töru hefði verið nauðgað af pabba sínum. Dreptu þig, wannabe áhrifavaldadruslan þín,“ las hún upp. „Líklega fannst ykkur öllum óþægilegt að heyra þessi orð upphátt, af hverju er það samfélagslega viðurkennt að þau séu skrifuð á netinu? Stafrænt ofbeldi er ofbeldi, orð hafa áhrif hvort sem þau eru skrifuð eða sögð. Orð hafa afleiðingar.“ Fjöldi kvenna var saman kominn.Sýn/Bjarni Vitnaði í orð Ólafar Töru Helga Rún segir systur sína ekki talað í kringum hlutina og því hafi hún fengið mikla athygli fyrir orð sín. „Fólk sem áður veitti málstaðnum enga athygli fór að hlusta. Málefni sem við göngum fyrir í dag krefst þess að við hlustum,“ sagði hún og vitnaði síðan í pistil eftir systur sína. „Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur staðið yfir lengur en ég hef lifað. Konur, sem hafa lifað af þjáningar kvalara sinna, hafa berskjaldað sig inn að beini í þágu breytinga. Þessar konur uppskera oftar en ekki háðar af samfélaginu. Þeim er ekki trúað og þær eru því miður í kjölfarið af því að tala óheflað um ofbeldismenninguna sem hér ríkir útsettar fyrir frekara ofbeldi,“ skrifaði Ólöf Tara fyrir ári síðan, í tilefni Ljósagöngunnar 2024. Þá birti Ólöf Tara einnig pistil fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9. október 2024 þar sem hún lýsti því hvað hún væri reið og sár en jafnframt uppfull af orku til að berjast. „Ég veit að ég get ekki hætt núna, ég verð að halda áfram fyrir formæður mínar, fyrir vinnukonurnar, fyrir konurnar sem var drekkt í drekkingarhyl fyrir að vera þolendur ofbeldis, fyrir stúlkurnar sem voru vistaðar á Kleppjárnsreykjum og stimplaðar lauslátar, fyrir Áslaugu Perlu og allar þær sem ekki lifðu af, fyrir Gerði, móður Áslaugar Perlu sem lést áður en hún fékk réttlæti fyrir dóttur sína, fyrir þær sem báru harm sinn í hljóði, fyrir sjálfa mig, fyrir framtíðina,“ skrifaði Ólöf. Gangan hófst á Arnarhóli.Sýn/Bjarni Helga Rún lauk ræðunni á að spyrja hversu mörg líf þurfi að týnast í viðbót til að kynbundnu ofbeldi sé tekið alvarlega. „Svo langar mig að spyrja ykkur, venjulegt fólk eins og ég með forréttindi, hversu lengi ætlum við að láta bjóða okkur upp á þetta? Hundrað ár? Þúsund ár? Ég bið ykkur um að fara heim og spyrja ykkur, hvað get ég gert?“ Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína í síðasta sinn. Í dag eru 299 dagar síðan hún tók sitt eigið líf sem bein afleiðing þess ofbeldis sem hún varð fyrir,“ byrjaði Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, ræðu sína á. Áhersla göngunnar var á stafrænt ofbeldi og las Helga Rún upp athugasemdir sem höfðu verið skrifaðar um systur hennar á netinu. „Þú átt fullkomlega skilið að það sé ráðist á þig. Þú ert allt það sem er að í okkar samfélagi. Það kæmi mér ekki á óvart þó að Ólöfu Töru hefði verið nauðgað af pabba sínum. Dreptu þig, wannabe áhrifavaldadruslan þín,“ las hún upp. „Líklega fannst ykkur öllum óþægilegt að heyra þessi orð upphátt, af hverju er það samfélagslega viðurkennt að þau séu skrifuð á netinu? Stafrænt ofbeldi er ofbeldi, orð hafa áhrif hvort sem þau eru skrifuð eða sögð. Orð hafa afleiðingar.“ Fjöldi kvenna var saman kominn.Sýn/Bjarni Vitnaði í orð Ólafar Töru Helga Rún segir systur sína ekki talað í kringum hlutina og því hafi hún fengið mikla athygli fyrir orð sín. „Fólk sem áður veitti málstaðnum enga athygli fór að hlusta. Málefni sem við göngum fyrir í dag krefst þess að við hlustum,“ sagði hún og vitnaði síðan í pistil eftir systur sína. „Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur staðið yfir lengur en ég hef lifað. Konur, sem hafa lifað af þjáningar kvalara sinna, hafa berskjaldað sig inn að beini í þágu breytinga. Þessar konur uppskera oftar en ekki háðar af samfélaginu. Þeim er ekki trúað og þær eru því miður í kjölfarið af því að tala óheflað um ofbeldismenninguna sem hér ríkir útsettar fyrir frekara ofbeldi,“ skrifaði Ólöf Tara fyrir ári síðan, í tilefni Ljósagöngunnar 2024. Þá birti Ólöf Tara einnig pistil fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9. október 2024 þar sem hún lýsti því hvað hún væri reið og sár en jafnframt uppfull af orku til að berjast. „Ég veit að ég get ekki hætt núna, ég verð að halda áfram fyrir formæður mínar, fyrir vinnukonurnar, fyrir konurnar sem var drekkt í drekkingarhyl fyrir að vera þolendur ofbeldis, fyrir stúlkurnar sem voru vistaðar á Kleppjárnsreykjum og stimplaðar lauslátar, fyrir Áslaugu Perlu og allar þær sem ekki lifðu af, fyrir Gerði, móður Áslaugar Perlu sem lést áður en hún fékk réttlæti fyrir dóttur sína, fyrir þær sem báru harm sinn í hljóði, fyrir sjálfa mig, fyrir framtíðina,“ skrifaði Ólöf. Gangan hófst á Arnarhóli.Sýn/Bjarni Helga Rún lauk ræðunni á að spyrja hversu mörg líf þurfi að týnast í viðbót til að kynbundnu ofbeldi sé tekið alvarlega. „Svo langar mig að spyrja ykkur, venjulegt fólk eins og ég með forréttindi, hversu lengi ætlum við að láta bjóða okkur upp á þetta? Hundrað ár? Þúsund ár? Ég bið ykkur um að fara heim og spyrja ykkur, hvað get ég gert?“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00