Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2025 07:17 Það kom því miður lítið á óvart á Alþingi í gær þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, gerði lítið annað en að tala um hvað stjórnarandstaðan væri ómöguleg – enn eina ferðina. Að þessu sinni var þetta þó sérstaklega áhugavert því umræðan snerist um hana sjálfa og hvernig henni misfórst að koma í veg fyrir tolla á íslenskan iðnað. Þrátt fyrir að hafa fengið hrós frá formanni og þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í ræðupúlti Alþingis fyrir hagsmunagæslu sína gegn Evrópusambandinu er varðar tolla á íslenskt járnblendi nýtir Þorgerður Katrín hvert tækifæri til að koma höggstað á Sjálfstæðisflokkinn sem kom ekkert að þessu máli - enda í stjórnarandstöðu. Þorgerður er reynslubolti og gerir vel í að drepa málum á dreif í hvert sinn sem spjótin standa að henni, en það hlýtur að vera nýtt met að tala um áhorfendur í málinu sem gerendur þegar að hún sjálf skýtur fram hjá markinu og tekst ekki að verja íslenska hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á augljósar staðreyndir málsins eins og að þessir tollar hafa verið á leiðinni í ellefu mánuði. Svo það sem hefur nú verið staðfest að nýjasti Íslandsvinurinn, Ursula von der Leyen, barðist með kjafti og klóm gegn íslensku atvinnulífi og braut EES-samninginn - þrátt fyrir fagurt gal í hátíðarheimsókn sinni hingað til lands síðasta sumar. „Ekki benda á mig,“ hermir Þorgerður Katrín upp eftir varðstjóranum fræga og tekur enga ábyrgð. Hún gerði sitt, gerði sitt, gerði sitt besta – en það bara dugði ekki og nú er það öðrum að kenna þrátt fyrir hrós fyrir sitt framlag og ákall Sjálfstæðisflokksins um samstöðu í málinu. Orkumálaráðherrann Jóhann Páll Jóhannsson stökk svo Þorgerði til varnar á Facebook í gær og kallaði stjórnarandstöðuna landráðamenn. Allt til þess að slá ryki í augu almennings um hagsmunagæslu sem einfaldlega gekk ekki að þessu sinni. Það óska allir Þorgerði og utanríkisþjónustunni velfarnaðar í áframhaldandi hagsmunagæslu því við þurfum á henni að halda sem þjóð - en svona málflutningur er lítilmannlegur og óþarfur. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það kom því miður lítið á óvart á Alþingi í gær þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, gerði lítið annað en að tala um hvað stjórnarandstaðan væri ómöguleg – enn eina ferðina. Að þessu sinni var þetta þó sérstaklega áhugavert því umræðan snerist um hana sjálfa og hvernig henni misfórst að koma í veg fyrir tolla á íslenskan iðnað. Þrátt fyrir að hafa fengið hrós frá formanni og þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í ræðupúlti Alþingis fyrir hagsmunagæslu sína gegn Evrópusambandinu er varðar tolla á íslenskt járnblendi nýtir Þorgerður Katrín hvert tækifæri til að koma höggstað á Sjálfstæðisflokkinn sem kom ekkert að þessu máli - enda í stjórnarandstöðu. Þorgerður er reynslubolti og gerir vel í að drepa málum á dreif í hvert sinn sem spjótin standa að henni, en það hlýtur að vera nýtt met að tala um áhorfendur í málinu sem gerendur þegar að hún sjálf skýtur fram hjá markinu og tekst ekki að verja íslenska hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á augljósar staðreyndir málsins eins og að þessir tollar hafa verið á leiðinni í ellefu mánuði. Svo það sem hefur nú verið staðfest að nýjasti Íslandsvinurinn, Ursula von der Leyen, barðist með kjafti og klóm gegn íslensku atvinnulífi og braut EES-samninginn - þrátt fyrir fagurt gal í hátíðarheimsókn sinni hingað til lands síðasta sumar. „Ekki benda á mig,“ hermir Þorgerður Katrín upp eftir varðstjóranum fræga og tekur enga ábyrgð. Hún gerði sitt, gerði sitt, gerði sitt besta – en það bara dugði ekki og nú er það öðrum að kenna þrátt fyrir hrós fyrir sitt framlag og ákall Sjálfstæðisflokksins um samstöðu í málinu. Orkumálaráðherrann Jóhann Páll Jóhannsson stökk svo Þorgerði til varnar á Facebook í gær og kallaði stjórnarandstöðuna landráðamenn. Allt til þess að slá ryki í augu almennings um hagsmunagæslu sem einfaldlega gekk ekki að þessu sinni. Það óska allir Þorgerði og utanríkisþjónustunni velfarnaðar í áframhaldandi hagsmunagæslu því við þurfum á henni að halda sem þjóð - en svona málflutningur er lítilmannlegur og óþarfur. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar