10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir og Freyja Pétursdóttir skrifa 26. nóvember 2025 10:00 Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar