Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2025 11:00 Reglulega fáum við fréttir sem unnar eru úr tölum frá Þjóðskrá um að svo og svo margir Íslendingar séu skráðir utan trúar- og lífskoðunarfélaga. Að sama skapi þykir það fréttnæmt að fólk skrái síg úr þjóðkirkjunni. Það er hins vegar fréttnæmt að mati undirritaðs að um 80% þjóðarinnar séu í dag skráð innan trúfélaga. Það er einnig áhugavert að þeir sem játa kaþólska trú og flytja til landsins skrá sig áfram í kaþólska söfnuðinn hér og kjósa að iðka trú sína í íslenska söfnuðinum. Jafnframt fjölgar enn í öðrum kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. Vandi þjóðkirkjunnar snýr ekki að kristnum trúarboðskap hennar, það sannar góð kirkjusókn við stórar stundir í lífi okkar. Frekar er um samskiptavanda að ræða og klaufaskap. Allt slíkt má laga. Kristin trú hefur fylgt íslensku samfélagi frá landnámi Íslands. Áður en kristin trú var formlega samþykkt á Alþingi árið 1000 voru hér kristnir menn sem komu með og á undan fyrstu landnemunum. Trúin hefur því lagt grunninn að gildismati okkar sem byggir á náungakærleika gangvart öllum mönnum. Trúarbrögðin hafa því miður verið túlkuð af misvitrum mönnum um aldanna rás og oftar en ekki valdið usla og átökum. Þau hafa einnig verið misnotuð í pólitískum tilgangi sem er vítavert. Trú sem byggir á trausti er aftur á móti annar teningur en trúarbrögðin. Við megum ekki láta trúarbrögðin og misgóða túlkun á þeim trufla okkar trú. Hrein og fölskvalaus trú á hina góðu sköpun Guðs sem birtist okkur í kristnum trúarboðskap á að vera okkar leiðarljós. Ég hvet alla kristna einstaklinga að standa vörð um þær stofnanir kristninnar sem þeir treysta, og þó þeir kjósi að yfirgefa einn kristinn söfnuð að færa sig þá í annan. Það er ekki síður mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar sýni í verki að samfélag okkar byggir á kristinni trúarhefð. Þannig viðhöldum við þeirri hefð sem okkur hefur verið treyst fyrir um stundarsakir. Minnumst þessa mikla trúararfs nú í aðdraganda jólanna. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Reglulega fáum við fréttir sem unnar eru úr tölum frá Þjóðskrá um að svo og svo margir Íslendingar séu skráðir utan trúar- og lífskoðunarfélaga. Að sama skapi þykir það fréttnæmt að fólk skrái síg úr þjóðkirkjunni. Það er hins vegar fréttnæmt að mati undirritaðs að um 80% þjóðarinnar séu í dag skráð innan trúfélaga. Það er einnig áhugavert að þeir sem játa kaþólska trú og flytja til landsins skrá sig áfram í kaþólska söfnuðinn hér og kjósa að iðka trú sína í íslenska söfnuðinum. Jafnframt fjölgar enn í öðrum kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. Vandi þjóðkirkjunnar snýr ekki að kristnum trúarboðskap hennar, það sannar góð kirkjusókn við stórar stundir í lífi okkar. Frekar er um samskiptavanda að ræða og klaufaskap. Allt slíkt má laga. Kristin trú hefur fylgt íslensku samfélagi frá landnámi Íslands. Áður en kristin trú var formlega samþykkt á Alþingi árið 1000 voru hér kristnir menn sem komu með og á undan fyrstu landnemunum. Trúin hefur því lagt grunninn að gildismati okkar sem byggir á náungakærleika gangvart öllum mönnum. Trúarbrögðin hafa því miður verið túlkuð af misvitrum mönnum um aldanna rás og oftar en ekki valdið usla og átökum. Þau hafa einnig verið misnotuð í pólitískum tilgangi sem er vítavert. Trú sem byggir á trausti er aftur á móti annar teningur en trúarbrögðin. Við megum ekki láta trúarbrögðin og misgóða túlkun á þeim trufla okkar trú. Hrein og fölskvalaus trú á hina góðu sköpun Guðs sem birtist okkur í kristnum trúarboðskap á að vera okkar leiðarljós. Ég hvet alla kristna einstaklinga að standa vörð um þær stofnanir kristninnar sem þeir treysta, og þó þeir kjósi að yfirgefa einn kristinn söfnuð að færa sig þá í annan. Það er ekki síður mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar sýni í verki að samfélag okkar byggir á kristinni trúarhefð. Þannig viðhöldum við þeirri hefð sem okkur hefur verið treyst fyrir um stundarsakir. Minnumst þessa mikla trúararfs nú í aðdraganda jólanna. Höfundur er guðfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar