Innlent

Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Lands­rétti

Árni Sæberg skrifar
Albert Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur á sínum tíma.
Albert Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur á sínum tíma. Vísir/Vilhelm

Landsréttur kveður upp dóm sinn í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, upp úr klukkan 15. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér á Vísi.

Albert var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra af ákæru fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. 

Ríkissaksóknari ákvað þremur vikum eftir dómsuppsögu í héraði að áfrýja dómnum og freista þess að fá Albert sakfelldan í Landsrétti. Landsréttur kveður upp dóm í málinu fyrir luktum dyrum upp úr klukkan 15. Fréttastofa verður á svæðinu og greint verður frá gangi mála í vaktinni hér að neðan. 

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).






Fleiri fréttir

Sjá meira
×