Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2025 15:23 Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í dag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, ræddu við fréttamenn eftir fund þeirra nú um miðjan dag. Þar lýsti Rutte ánægju sinni með heimsóknina til Íslands, þeirrar fyrstu sem framkvæmdastjóri NATO. „Sem land eruð þið augu og eyru okkar í NATO,“ sagði Rutte og vísaði sérstaklega til loftrýmisgæslunnar sem er sinnt frá Keflavíkurflugvelli. Í heimsókn sinni á öryggissvæðið sagði Rutte að það hefði vakið sérstaka athygli sína hve vel fulltrúa allra ríkja sem þar starfa báru Íslendingum söguna um hvernig þeir styddu herlið þeirra. Kristrún og Rutte usu hvort annað lofi á blaðamannafundi eftir að þau funduðu í dag.Vísir/Sigurjón Einnig nefndi hann hversu stöndugir og hagkvæmir varnargarðarnir sem reistir voru í kringum Grindavík í eldhræringunum væru en Rutte flaug yfir Reykjanes með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, fyrr í dag. Mikilvægt að Rutte sæi framlag Íslands Kristrún lagði áherslu á hvernig NATO gæti tekið þátt í innviðauppbyggingu sem gagnaðist samfélaginu og vísaði til viljayfirlýsingar um tíu milljarða fjárfestingu í stækkun olíubirgðastöðvar bandalagsins í Helguvík fyrr í dag. Þá teldi hún það mikilvægt að Rutte sæi hvernig Íslendingar sinntu öryggis- og varnarmálum til þes að auka getu NATO. Íslendingar sæju þá að það sem þeir gerðu virkaði áður en þeir efldu sig enn frekar. Ræddu Rutte og Kristrún bæði um vilja íslenskra stjórnvalda til þess að auka framlög sín til öryggis- og varnarmála þannig að þau verði nær 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, ræddu við fréttamenn eftir fund þeirra nú um miðjan dag. Þar lýsti Rutte ánægju sinni með heimsóknina til Íslands, þeirrar fyrstu sem framkvæmdastjóri NATO. „Sem land eruð þið augu og eyru okkar í NATO,“ sagði Rutte og vísaði sérstaklega til loftrýmisgæslunnar sem er sinnt frá Keflavíkurflugvelli. Í heimsókn sinni á öryggissvæðið sagði Rutte að það hefði vakið sérstaka athygli sína hve vel fulltrúa allra ríkja sem þar starfa báru Íslendingum söguna um hvernig þeir styddu herlið þeirra. Kristrún og Rutte usu hvort annað lofi á blaðamannafundi eftir að þau funduðu í dag.Vísir/Sigurjón Einnig nefndi hann hversu stöndugir og hagkvæmir varnargarðarnir sem reistir voru í kringum Grindavík í eldhræringunum væru en Rutte flaug yfir Reykjanes með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, fyrr í dag. Mikilvægt að Rutte sæi framlag Íslands Kristrún lagði áherslu á hvernig NATO gæti tekið þátt í innviðauppbyggingu sem gagnaðist samfélaginu og vísaði til viljayfirlýsingar um tíu milljarða fjárfestingu í stækkun olíubirgðastöðvar bandalagsins í Helguvík fyrr í dag. Þá teldi hún það mikilvægt að Rutte sæi hvernig Íslendingar sinntu öryggis- og varnarmálum til þes að auka getu NATO. Íslendingar sæju þá að það sem þeir gerðu virkaði áður en þeir efldu sig enn frekar. Ræddu Rutte og Kristrún bæði um vilja íslenskra stjórnvalda til þess að auka framlög sín til öryggis- og varnarmála þannig að þau verði nær 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira