Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Smári Jökull Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 21:23 Stórtæk uppbygging er framundan í Helguvík. Vísir Samningur um milljarða uppbyggingu í Helguvík á Reykjanesi var undirritaður í morgun. NATO fjármagnar framkvæmdirnar og á utanríkisráðherra von á frekari viðveru NATO hér á landi í kjölfarið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar framkvæmdunum sem hafa haft langan aðdraganda. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir í Helguvík hefjist seinni hluta næsta árs og ljúki 2029. Byggja á nýjan viðlegukant í Helguvíkurhöfn sem og olíubirgðastöð fyrir skipaeldsneyti en það er framkvæmdastjóður NATO sem fjármagnar þessa tíu milljarða króna uppbyggingu. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina geta þýtt frekari viðveru NATO hér á landi. „Mér finnst það líklegra heldur en ekki en það sem við erum fyrst og fremst að gera að tryggja út frá okkar mikilvægu landfræðilegu legu að við erum tilbúin að þjónusta ýmsa starfsemi og tryggja ýmsa starfsemi sem eykur öryggi á N-Atlantshafi sem skiptir okkur mjög máli,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í viðtali eftir undirritunina í morgun. Hún sagði frekari framkvæmdir á döfinni. „Við ætlum okkur að halda áfram til að mynda að byggja upp okkar innviði á öryggissvæðinu í Keflavík, við þurfum til lengri tíma að skoða ratsjárkerfin, þau þurfa uppfærslu innan tíu ára þannig að það eru mörg stór og umfangsmikil verkefni sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að fara í og ekki síst í samstarfi við NATO.“ „Biðum sannfærð um að Helguvík yrði fyrir valinu“ Viðlegukanturinn sem byggður verður í Helguvík verður tæpir 400 metrar á lengd í heildina og olíubirgðastöðin 25 þúsund rúmmetrar að stærð. Hér má sjá staðsetningu nýs viðlegukants og olíubirgðastöðvar.Vísir/Heiðar Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar undirskriftinni sem hafi haft langan aðdraganda. „Þetta er búið að taka sennilega tæp sjö ár frá því þessi hugmynd kom fyrst upp. Við vitum að það voru fleiri staðir til skoðunar þannig að við biðum bara róleg sannfærð um að Helguvík yrði fyrir valinu,“ sagði Kjartan. Aukin verkefni Reykjaneshafnar Saga atvinnuuppbyggingar í Helguvík er sorgarsaga að sumu leyti, með brostnum vonum um kísilverksmiðju og álver. Nú sér fram á bjartari tíma en Kjartan segir að um hundrað störf skapist beint og óbeint í tengslum við framkvæmdirnar. „Síðan mun höfnin okkar, Reykjaneshöfn, taka við umsjón með mannvirkjunum, stýra þeim og taka á móti þeim herskipum sem koma inn til landsins og sinna þeim eins og þarf og það verður vonandi talsverð atvinna bein og óbein af þessu fyrir okkur.“ „Þá eru ófáir staðir sem hafa meiri reynslu í að búa nærri herstöð og varnarmannvirkjum og taka þannig þátt í vörnum landsins. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta nýtt þær fjárfestingar sem búið er að leggja í í Helguvík, Landhelgisgæslan er á Keflavíkurflugvelli og þetta kemur heim og saman í þessu verkefni.“ Hann tekur undir að saga Helguvíkur hafi verið löng og erfið saga. „Nú bara krossleggjum við fingur og vonum að þetta verði gæfuspor fyrir okkur.“ Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Utanríkismál NATO Vinnumarkaður Hafnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir í Helguvík hefjist seinni hluta næsta árs og ljúki 2029. Byggja á nýjan viðlegukant í Helguvíkurhöfn sem og olíubirgðastöð fyrir skipaeldsneyti en það er framkvæmdastjóður NATO sem fjármagnar þessa tíu milljarða króna uppbyggingu. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina geta þýtt frekari viðveru NATO hér á landi. „Mér finnst það líklegra heldur en ekki en það sem við erum fyrst og fremst að gera að tryggja út frá okkar mikilvægu landfræðilegu legu að við erum tilbúin að þjónusta ýmsa starfsemi og tryggja ýmsa starfsemi sem eykur öryggi á N-Atlantshafi sem skiptir okkur mjög máli,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í viðtali eftir undirritunina í morgun. Hún sagði frekari framkvæmdir á döfinni. „Við ætlum okkur að halda áfram til að mynda að byggja upp okkar innviði á öryggissvæðinu í Keflavík, við þurfum til lengri tíma að skoða ratsjárkerfin, þau þurfa uppfærslu innan tíu ára þannig að það eru mörg stór og umfangsmikil verkefni sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að fara í og ekki síst í samstarfi við NATO.“ „Biðum sannfærð um að Helguvík yrði fyrir valinu“ Viðlegukanturinn sem byggður verður í Helguvík verður tæpir 400 metrar á lengd í heildina og olíubirgðastöðin 25 þúsund rúmmetrar að stærð. Hér má sjá staðsetningu nýs viðlegukants og olíubirgðastöðvar.Vísir/Heiðar Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar undirskriftinni sem hafi haft langan aðdraganda. „Þetta er búið að taka sennilega tæp sjö ár frá því þessi hugmynd kom fyrst upp. Við vitum að það voru fleiri staðir til skoðunar þannig að við biðum bara róleg sannfærð um að Helguvík yrði fyrir valinu,“ sagði Kjartan. Aukin verkefni Reykjaneshafnar Saga atvinnuuppbyggingar í Helguvík er sorgarsaga að sumu leyti, með brostnum vonum um kísilverksmiðju og álver. Nú sér fram á bjartari tíma en Kjartan segir að um hundrað störf skapist beint og óbeint í tengslum við framkvæmdirnar. „Síðan mun höfnin okkar, Reykjaneshöfn, taka við umsjón með mannvirkjunum, stýra þeim og taka á móti þeim herskipum sem koma inn til landsins og sinna þeim eins og þarf og það verður vonandi talsverð atvinna bein og óbein af þessu fyrir okkur.“ „Þá eru ófáir staðir sem hafa meiri reynslu í að búa nærri herstöð og varnarmannvirkjum og taka þannig þátt í vörnum landsins. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta nýtt þær fjárfestingar sem búið er að leggja í í Helguvík, Landhelgisgæslan er á Keflavíkurflugvelli og þetta kemur heim og saman í þessu verkefni.“ Hann tekur undir að saga Helguvíkur hafi verið löng og erfið saga. „Nú bara krossleggjum við fingur og vonum að þetta verði gæfuspor fyrir okkur.“
Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Utanríkismál NATO Vinnumarkaður Hafnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira