Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar 29. nóvember 2025 09:30 Á þingi er kynjajafnréttisáætlun til afgreiðslu. Það er sláandi að af 40 aðgerðum eru einungis 2 sem snúna beint að körlum, eða 5%. Í umsögnum um frumvarpið koma karlar fyrir sem samanburðarhópur eða sýndir sem ofbeldismenn. Karlar sem standa höllum fæti í Íslensku samfélagi hafa verið afskiptir og staða þeirra í mætir afgangi. Tölfræðin segir okkur t.d. að karlar: Lendi ekkert síður í ofbeldi Eru 75% þeirra sem taka sitt eigið líf og eru 88% af þeim deyja í umferðinni Standi efnahagslega verr eftir skilnaði og umgengi við börn sín stundum skert Eru mun oftar heimilislausir og eru meginþorri fanga Eru verr læsir og eru 23% fleiri en stúlkur, sem ekki eru í skóla og án vinnu Lifa 3-4 árum skemur en konur Það skýtur því skökku við að ekki séu t.d. til sambærileg úrræði fyrir heimillausa karla og konur s.s. Konukot og Kvennaathvarf eins og margir t.a.m. lögreglan hefur ítrekað bent á. Rannsóknir hérlendis benda til að drengir verði fyrir meira líkamlegu- og andlegu ofbeldi en stúlkur verði fyrir meira kynferðislegu ofbeldi og vanrækslu, fyrir 18 ára aldur. Þetta er þó alls ekki bara bundið við Ísland, þetta er alheimsvírus: Fyrir stuttu var 303 þremur nemendum, stúlkum og drengjum, rænt í Nígeríu. Hátt settur embættismaður Sameinuðuþjóðanna (SÞ), Amina Mohammed, fordæmdi eðlilega verknaðinn en beindi bara sjónum sínum að stúlkunum. Árið 2014 réðist Boko Haram inn í drengjaskóla og myrti 59 drengi. Sá atburður fékk litla sem enga umfjöllun. Mánuði síðar gerðis sá hörmulegi atburður að rúmlega 250 stúlkum var rænt af sama hópi manna. Sá atburður var í heimsfréttum og fréttum hérlendis mánuðum saman og Michelle Obama lét sig málið varða, sem var gott. SÞ halda ágætis dag gegn ofbeldi kvenna, engin slíkur er fyrir karla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birtir skýrslu um ofbeldi gegn konum, ekki körlum. Konur eru stór meirihluti í valdastöðum hérlendis hvað kynjajafnrétti varðar. Eftir að hafa fjallað um kynjajafnréttisáætlun ríkisins í allsherjar- og menntamálanefnd er mín tilfinning, eftir samtöl við fjölda kvenna en fáa karla sem komu fyrir nefndina, þessi: Því miður skipti kyn máli hvað aðgerðir, fjármagn og áætlanagerð varðar. Jafnréttislög og erindisbréf mega sín lítils. Öll elskum við einhvern karlkyns og við getum ekki boðið drengjum og körlum upp á þessa stöðu. Hver veit hvenær þeir þurfa að styrkjandi hönd að halda einhvern tímann í lífinu? Sem betur fer er staðan skárri hjá konum hvað úrræðin varðar en líf karla eiga ekki að hafa lægri verðmiða en líf kvenna. Drögum fólk ekki í dilka eftir t.d. kyni, aldri eða efnahag. Við skiptum öll máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á þingi er kynjajafnréttisáætlun til afgreiðslu. Það er sláandi að af 40 aðgerðum eru einungis 2 sem snúna beint að körlum, eða 5%. Í umsögnum um frumvarpið koma karlar fyrir sem samanburðarhópur eða sýndir sem ofbeldismenn. Karlar sem standa höllum fæti í Íslensku samfélagi hafa verið afskiptir og staða þeirra í mætir afgangi. Tölfræðin segir okkur t.d. að karlar: Lendi ekkert síður í ofbeldi Eru 75% þeirra sem taka sitt eigið líf og eru 88% af þeim deyja í umferðinni Standi efnahagslega verr eftir skilnaði og umgengi við börn sín stundum skert Eru mun oftar heimilislausir og eru meginþorri fanga Eru verr læsir og eru 23% fleiri en stúlkur, sem ekki eru í skóla og án vinnu Lifa 3-4 árum skemur en konur Það skýtur því skökku við að ekki séu t.d. til sambærileg úrræði fyrir heimillausa karla og konur s.s. Konukot og Kvennaathvarf eins og margir t.a.m. lögreglan hefur ítrekað bent á. Rannsóknir hérlendis benda til að drengir verði fyrir meira líkamlegu- og andlegu ofbeldi en stúlkur verði fyrir meira kynferðislegu ofbeldi og vanrækslu, fyrir 18 ára aldur. Þetta er þó alls ekki bara bundið við Ísland, þetta er alheimsvírus: Fyrir stuttu var 303 þremur nemendum, stúlkum og drengjum, rænt í Nígeríu. Hátt settur embættismaður Sameinuðuþjóðanna (SÞ), Amina Mohammed, fordæmdi eðlilega verknaðinn en beindi bara sjónum sínum að stúlkunum. Árið 2014 réðist Boko Haram inn í drengjaskóla og myrti 59 drengi. Sá atburður fékk litla sem enga umfjöllun. Mánuði síðar gerðis sá hörmulegi atburður að rúmlega 250 stúlkum var rænt af sama hópi manna. Sá atburður var í heimsfréttum og fréttum hérlendis mánuðum saman og Michelle Obama lét sig málið varða, sem var gott. SÞ halda ágætis dag gegn ofbeldi kvenna, engin slíkur er fyrir karla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birtir skýrslu um ofbeldi gegn konum, ekki körlum. Konur eru stór meirihluti í valdastöðum hérlendis hvað kynjajafnrétti varðar. Eftir að hafa fjallað um kynjajafnréttisáætlun ríkisins í allsherjar- og menntamálanefnd er mín tilfinning, eftir samtöl við fjölda kvenna en fáa karla sem komu fyrir nefndina, þessi: Því miður skipti kyn máli hvað aðgerðir, fjármagn og áætlanagerð varðar. Jafnréttislög og erindisbréf mega sín lítils. Öll elskum við einhvern karlkyns og við getum ekki boðið drengjum og körlum upp á þessa stöðu. Hver veit hvenær þeir þurfa að styrkjandi hönd að halda einhvern tímann í lífinu? Sem betur fer er staðan skárri hjá konum hvað úrræðin varðar en líf karla eiga ekki að hafa lægri verðmiða en líf kvenna. Drögum fólk ekki í dilka eftir t.d. kyni, aldri eða efnahag. Við skiptum öll máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar