Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar 29. nóvember 2025 12:01 Ég hef áður leyft ykkur lesendum að stíga inn í sögur úr mínu lífi, sögur sem hafa kennt mér æðruleysi, hugrekki og þolinmæði. Nú langar mig að bjóða upp á aðra sýn eða þá sem fæstir telja sig þurfa að skilja. Hvernig það er að vera sakborningur og hvernig það er að standa í landinu á milli sakleysis og sektar á meðan réttlætið hangir óséð í loftinu? Það er skrýtið hvernig eitt orð getur breytt öllu. Það þarf ekki að vera dómur, ekki opinber yfirlýsing, ekki ályktun um sekt eða sakleysi. Stundum er nóg að verða kallaður sakborningur. Það er ekki dómsorð, heldur réttarstaða, hugtak sem á að vera hlutlaust, en í samfélaginu lifir það sínu eigið lífi. Það er eins og orðið sjálft dragi upp skugga, jafnvel áður en nokkuð hefur verið rannsakað eða niðurstaða liggi fyrir. Sakborningur á að vera manneskja í ferli, en hjá mörgum verður sakborningur manneskjan sjálf. Flestir Íslendingar hugsa sjaldan út í þetta hugtak. Þetta er eitthvað sem heyrist oftast í fréttum eða í dómasamantektum. En þegar maður lendir sjálfur í þessari stöðu finnur maður hversu þungt þetta getur verið þrátt fyrir að enginn hafi sagt mann sekan. Þetta er staða sem á að byggja á sakleysisreglunni, því að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð. En óskrifuð regla samfélagsins er stundum önnur og hún er sú að sakborningur er oft sá sem almenningur telur vera seka aðilann í rannsókninni, og í huga margra er það nóg. Það er eins og manneskjan sjálf fjari út og eftir standi aðeins lagaleg skilgreining. Samt er þetta bara staða, svona eins og að bíða eftir niðurstöðu úr prófi. Enginn veit svarið, ekkert er ákveðið og engin niðurstaða liggur fyrir. En á meðan stendur maður milli tveggja heima, hvorki saklaus í almennri skynjun né sekur fyrir réttarkerfið. Þessi milliheimur getur verið ótrúlega óþægilegur. Hann kennir manni margt, sérstaklega það að þögn getur haft meiri þyngd en flest orð. Ég man augnablikið þegar ég fékk símtalið sem breytti stöðu minni úr borgara í sakborning. Það var eins og lífið væri enn í gangi, en ég sjálfur var settur á pásu. Sama dag var ég með börnunum mínum, sinnti vinnunni minni og hló að einhverju sem einhver sagði. En innan í mér var sett fram ný staða, þú ert nú sakborningur. Þú ert hluti af ferli sem þú hafðir ekki hugsað mikið um áður en það bankaði upp á hjá þér. Það tekur ekki frá manni heiðarleikann eða karakterinn, ekkert frekar en það breytir ekki hvernig maður elskar eða vinnur. En það breytir því hvernig sumir horfa á mann. Það er ekki alltaf illvilji sem knýr fram þessa breytingu. Stundum er það bara ótti, forvitni eða jafnvel skortur á skilningi. Fólk á erfitt með að aðgreina lagalega stöðu frá persónunni sjálfri. Það er eins og hugtakið sakborningur setji mann inn á svið sem maður bað ekki um að vera settur á. Svið þar sem horft er á mann í gegnum gleraugu tortryggni án þess að maður hafi fengið tækifæri til að útskýra nokkuð. Það er ótrúlega mannlegt en samt svo ótrúlega ósanngjarnt. Á árunum mínum í lögreglunni sátu hundruð sakborninga fyrir framan mig. Ég vissi hvað hugtakið þýddi, vissi hver lagaramminn var og ferlið, en ég hugsaði lítið sem ekkert um manneskjuna sem sat þarna. Það var miður, og það geri ég mér ljóst í dag. Að vera sakborningur er líka staða sem skapar djúpa einsemd. Það er ekki samúðareinsemd, heldur sú sem kemur þegar fólk veit ekki hvernig það á að nálgast mann. Sumir forðast mann af kurteisi, aðrir af ótta. Svo eru þeir sem taka sér það vald að mynda sér skoðun áður en þeir þekkja staðreyndir. Þannig getur sakborningur orðið manneskja sem þarf að koma sér gegnum daginn með tvískipta vitund, maður starfar, lifir og býr til minningar á meðan ferlið hangir yfir öllu eins og þunnur skýjabakki sem enginn sér nema maður sjálfur. Ferlið sjálft getur verið langt og flókið. Það er skrýtið að nota lögfræðilegt tungumál um eigið líf. Skjöl, skýrslur, kerfi, upplýsingar, mat… Allt verður að hlutum sem eru ekki lengur hluti af manni sjálfum, heldur hluti af þessari stöðu. Og þó að maður sé að reyna að halda ró sinni þá fylgir taugaóstyrkurinn manni hvert skref. Ekki vegna þess að maður viti að maður hafi gert eitthvað rangt, heldur vegna þess að maður veit ekki hvernig ferlið mun líta út að lokum. Óvissan er það sem nagar mest. Hún getur étið upp sjálfstraust, frið og stundum mannlega hlýju sem maður hafði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Það er mikilvægt að segja þetta, því það er hægt að lifa það af að vera sakborningur. Það er hægt að halda áfram að vinna, elska, hlæja og horfa á lífið halda áfram. En í bakgrunni er alltaf þessi ósagða spurning, hversu mikið veistu í raun um sjálfan þig fyrr en þú ert settur í stöðu sem þú valdir ekki? Stundum er það í þessari stöðu sem maður uppgötvar hvað maður stenst og hvað maður þolir. Ég uppgötvaði hlut sem kom mér á óvart, að jafnvel þó að ferlið væri erfitt, þá var það ekki réttarkerfið sem reyndist mér verst. Það var viðhorfið sem sumir tóku upp gagnvart mér áður en þeir þekktu staðreyndir. Að vera sakborningur er ekki dómur. Það er ekki lýsing á persónu. Það er ekki spá, mat eða próf. Það er lagaleg staða sem hefur að geyma sakleysi. En í samfélagi sem stundum ruglar saman orðum og merkingu, getur hún orðið að einhverju öðru. Þess vegna þurfum við að tala um þessa stöðu, ekki til að vorkenna okkur eða öðrum, heldur til að draga upp mynd af því hvernig við viljum bregðast við þegar einhver í kringum okkur lendir í slíku ferli. Enginn stendur eftir ósnortinn eftir að hafa verið með stöðu sakbornings. Maður lærir að treysta innra jafnvægi sínu, ekki álitum annarra. Maður lærir að bíða. Maður lærir að þegja, jafnvel þegar maður vill hrópa. Og maður lærir að meta hvað það þýðir að hafa gildi, vera trúr sjálfum sér og að standa þó stormurinn leiki um mann. Að lokum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að orðið sakborningur segir í raun mest um kerfið, en lítið um manneskjuna. Hún stendur áfram eftir, þó að allt annað hafi riðlast. Ef það er eitthvað sem ég vil að fólk taki með sér úr þessari hugleiðingu, þá er það þetta. Sakborningur er staða, ekki maður. Og staðan þarf ekki að skilgreina lífið, ekki nema við leyfum henni það. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég hef áður leyft ykkur lesendum að stíga inn í sögur úr mínu lífi, sögur sem hafa kennt mér æðruleysi, hugrekki og þolinmæði. Nú langar mig að bjóða upp á aðra sýn eða þá sem fæstir telja sig þurfa að skilja. Hvernig það er að vera sakborningur og hvernig það er að standa í landinu á milli sakleysis og sektar á meðan réttlætið hangir óséð í loftinu? Það er skrýtið hvernig eitt orð getur breytt öllu. Það þarf ekki að vera dómur, ekki opinber yfirlýsing, ekki ályktun um sekt eða sakleysi. Stundum er nóg að verða kallaður sakborningur. Það er ekki dómsorð, heldur réttarstaða, hugtak sem á að vera hlutlaust, en í samfélaginu lifir það sínu eigið lífi. Það er eins og orðið sjálft dragi upp skugga, jafnvel áður en nokkuð hefur verið rannsakað eða niðurstaða liggi fyrir. Sakborningur á að vera manneskja í ferli, en hjá mörgum verður sakborningur manneskjan sjálf. Flestir Íslendingar hugsa sjaldan út í þetta hugtak. Þetta er eitthvað sem heyrist oftast í fréttum eða í dómasamantektum. En þegar maður lendir sjálfur í þessari stöðu finnur maður hversu þungt þetta getur verið þrátt fyrir að enginn hafi sagt mann sekan. Þetta er staða sem á að byggja á sakleysisreglunni, því að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð. En óskrifuð regla samfélagsins er stundum önnur og hún er sú að sakborningur er oft sá sem almenningur telur vera seka aðilann í rannsókninni, og í huga margra er það nóg. Það er eins og manneskjan sjálf fjari út og eftir standi aðeins lagaleg skilgreining. Samt er þetta bara staða, svona eins og að bíða eftir niðurstöðu úr prófi. Enginn veit svarið, ekkert er ákveðið og engin niðurstaða liggur fyrir. En á meðan stendur maður milli tveggja heima, hvorki saklaus í almennri skynjun né sekur fyrir réttarkerfið. Þessi milliheimur getur verið ótrúlega óþægilegur. Hann kennir manni margt, sérstaklega það að þögn getur haft meiri þyngd en flest orð. Ég man augnablikið þegar ég fékk símtalið sem breytti stöðu minni úr borgara í sakborning. Það var eins og lífið væri enn í gangi, en ég sjálfur var settur á pásu. Sama dag var ég með börnunum mínum, sinnti vinnunni minni og hló að einhverju sem einhver sagði. En innan í mér var sett fram ný staða, þú ert nú sakborningur. Þú ert hluti af ferli sem þú hafðir ekki hugsað mikið um áður en það bankaði upp á hjá þér. Það tekur ekki frá manni heiðarleikann eða karakterinn, ekkert frekar en það breytir ekki hvernig maður elskar eða vinnur. En það breytir því hvernig sumir horfa á mann. Það er ekki alltaf illvilji sem knýr fram þessa breytingu. Stundum er það bara ótti, forvitni eða jafnvel skortur á skilningi. Fólk á erfitt með að aðgreina lagalega stöðu frá persónunni sjálfri. Það er eins og hugtakið sakborningur setji mann inn á svið sem maður bað ekki um að vera settur á. Svið þar sem horft er á mann í gegnum gleraugu tortryggni án þess að maður hafi fengið tækifæri til að útskýra nokkuð. Það er ótrúlega mannlegt en samt svo ótrúlega ósanngjarnt. Á árunum mínum í lögreglunni sátu hundruð sakborninga fyrir framan mig. Ég vissi hvað hugtakið þýddi, vissi hver lagaramminn var og ferlið, en ég hugsaði lítið sem ekkert um manneskjuna sem sat þarna. Það var miður, og það geri ég mér ljóst í dag. Að vera sakborningur er líka staða sem skapar djúpa einsemd. Það er ekki samúðareinsemd, heldur sú sem kemur þegar fólk veit ekki hvernig það á að nálgast mann. Sumir forðast mann af kurteisi, aðrir af ótta. Svo eru þeir sem taka sér það vald að mynda sér skoðun áður en þeir þekkja staðreyndir. Þannig getur sakborningur orðið manneskja sem þarf að koma sér gegnum daginn með tvískipta vitund, maður starfar, lifir og býr til minningar á meðan ferlið hangir yfir öllu eins og þunnur skýjabakki sem enginn sér nema maður sjálfur. Ferlið sjálft getur verið langt og flókið. Það er skrýtið að nota lögfræðilegt tungumál um eigið líf. Skjöl, skýrslur, kerfi, upplýsingar, mat… Allt verður að hlutum sem eru ekki lengur hluti af manni sjálfum, heldur hluti af þessari stöðu. Og þó að maður sé að reyna að halda ró sinni þá fylgir taugaóstyrkurinn manni hvert skref. Ekki vegna þess að maður viti að maður hafi gert eitthvað rangt, heldur vegna þess að maður veit ekki hvernig ferlið mun líta út að lokum. Óvissan er það sem nagar mest. Hún getur étið upp sjálfstraust, frið og stundum mannlega hlýju sem maður hafði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Það er mikilvægt að segja þetta, því það er hægt að lifa það af að vera sakborningur. Það er hægt að halda áfram að vinna, elska, hlæja og horfa á lífið halda áfram. En í bakgrunni er alltaf þessi ósagða spurning, hversu mikið veistu í raun um sjálfan þig fyrr en þú ert settur í stöðu sem þú valdir ekki? Stundum er það í þessari stöðu sem maður uppgötvar hvað maður stenst og hvað maður þolir. Ég uppgötvaði hlut sem kom mér á óvart, að jafnvel þó að ferlið væri erfitt, þá var það ekki réttarkerfið sem reyndist mér verst. Það var viðhorfið sem sumir tóku upp gagnvart mér áður en þeir þekktu staðreyndir. Að vera sakborningur er ekki dómur. Það er ekki lýsing á persónu. Það er ekki spá, mat eða próf. Það er lagaleg staða sem hefur að geyma sakleysi. En í samfélagi sem stundum ruglar saman orðum og merkingu, getur hún orðið að einhverju öðru. Þess vegna þurfum við að tala um þessa stöðu, ekki til að vorkenna okkur eða öðrum, heldur til að draga upp mynd af því hvernig við viljum bregðast við þegar einhver í kringum okkur lendir í slíku ferli. Enginn stendur eftir ósnortinn eftir að hafa verið með stöðu sakbornings. Maður lærir að treysta innra jafnvægi sínu, ekki álitum annarra. Maður lærir að bíða. Maður lærir að þegja, jafnvel þegar maður vill hrópa. Og maður lærir að meta hvað það þýðir að hafa gildi, vera trúr sjálfum sér og að standa þó stormurinn leiki um mann. Að lokum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að orðið sakborningur segir í raun mest um kerfið, en lítið um manneskjuna. Hún stendur áfram eftir, þó að allt annað hafi riðlast. Ef það er eitthvað sem ég vil að fólk taki með sér úr þessari hugleiðingu, þá er það þetta. Sakborningur er staða, ekki maður. Og staðan þarf ekki að skilgreina lífið, ekki nema við leyfum henni það. Höfundur er mannvinur og kennari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar