Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:33 Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar