Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2025 11:03 Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar