Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir og Ingólfur Á. Jóhannesson skrifa 30. nóvember 2025 13:04 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Kynbundið ofbeldi Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar