Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar 4. desember 2025 09:15 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti ástandinu á leigubílamarkaðnum við „villta vestrið.“ Glundroði og óöryggi hefur einkennt íslenska leigubílaþjónustu allt frá lagabreytingunni árið 2023 þegar markaðurinn var nær alfarið gefinn frjáls. Fréttir af ofbeldi, svindli á ferðamönnum, óhæfum aðilum í akstri og skorti á raunverulegu eftirliti hafa verið tíðar, og traust almennings á þessari mikilvægu grunnþjónustu hefur beðið hnekki. Frumvarp ráðherra sem nú liggur fyrir er ætlað að vinda ofan af þessari óheillaþróun og endurvinna öryggi og traust. Allir leigubílstjórar yrðu skyldaðir til að tilheyra viðurkenndri leigubílastöð sem beri ábyrgð á rekstri sinna ökumanna, eftirliti og því að lögum sé fylgt. Þar að auki verði innleitt rafrænt eftirlit þar sem hver einasta ferð verði skráð frá upphafi til enda ásamt verði. Þetta mun stórbæta öryggi farþega, ekki síst viðkvæmra hópa, auðvelda lögreglu rannsókn mála og draga úr líkum á ofrukkunum og svikum. Málið er nú að klárast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og gert ráð fyrir að það fari í aðra umræðu strax eftir áramót. Það er mikilvægt að þessar breytingar nái í gegn sem allra fyrst. Það blasir við að fyrri lagabreyting leiddi til óviðundandi ástands á leigubílamarkaðnum, þar sem friður hafði ríkt allt frá því leigubílar fóru fyrst að aka um götur landsins. Meginástæða frumvarps ráðherra Flokks fólksins er einföld: Öryggi og traust almennings á að vera í forgangi. Við getum ekki setið aðgerðalaus þegar óreiða ríkir á leigubílamarkaði og ógnar öryggi fólks. Með þessum breytingum tökum við skref í átt að ábyrgari, öruggari og réttlátari þjónustu, bæði fyrir farþega og leigubílstjóra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Leigubílar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti ástandinu á leigubílamarkaðnum við „villta vestrið.“ Glundroði og óöryggi hefur einkennt íslenska leigubílaþjónustu allt frá lagabreytingunni árið 2023 þegar markaðurinn var nær alfarið gefinn frjáls. Fréttir af ofbeldi, svindli á ferðamönnum, óhæfum aðilum í akstri og skorti á raunverulegu eftirliti hafa verið tíðar, og traust almennings á þessari mikilvægu grunnþjónustu hefur beðið hnekki. Frumvarp ráðherra sem nú liggur fyrir er ætlað að vinda ofan af þessari óheillaþróun og endurvinna öryggi og traust. Allir leigubílstjórar yrðu skyldaðir til að tilheyra viðurkenndri leigubílastöð sem beri ábyrgð á rekstri sinna ökumanna, eftirliti og því að lögum sé fylgt. Þar að auki verði innleitt rafrænt eftirlit þar sem hver einasta ferð verði skráð frá upphafi til enda ásamt verði. Þetta mun stórbæta öryggi farþega, ekki síst viðkvæmra hópa, auðvelda lögreglu rannsókn mála og draga úr líkum á ofrukkunum og svikum. Málið er nú að klárast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og gert ráð fyrir að það fari í aðra umræðu strax eftir áramót. Það er mikilvægt að þessar breytingar nái í gegn sem allra fyrst. Það blasir við að fyrri lagabreyting leiddi til óviðundandi ástands á leigubílamarkaðnum, þar sem friður hafði ríkt allt frá því leigubílar fóru fyrst að aka um götur landsins. Meginástæða frumvarps ráðherra Flokks fólksins er einföld: Öryggi og traust almennings á að vera í forgangi. Við getum ekki setið aðgerðalaus þegar óreiða ríkir á leigubílamarkaði og ógnar öryggi fólks. Með þessum breytingum tökum við skref í átt að ábyrgari, öruggari og réttlátari þjónustu, bæði fyrir farþega og leigubílstjóra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar