Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. desember 2025 19:54 Sonur Donalds Trump er mikill áhrifavaldur innan MAGA-hreyfingarinnar þó engu embætti gegni. AP Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. Donald Trump yngri var meðal gesta á ráðstefnu í Dóha, höfuðborg Katars, og nýtti tækifærið til að ausa formælingum á Evrópu og Úkraínu. Hann sagði spillta auðmannsstétt Úkraínu hafa flúið land og skilið „það sem þeir álíta leigubændur“ eftir í skotgröfunum. Sjálfur er Donald Trump yngri gegnir ekki neinu embætti í ríkisstjórn föður síns en er áhrifamikill innan MAGA-hreyfingarinnar. Orðræða MAGA-liða í garð Úkraínumanna og viðleitni þeirra til að gefa ekki eftir ósanngjörnum kröfum Rússa hefur heldur súrnað undanfarið. Forsetasonurinn er á meðal þeirra sem harðast ganga fram í þessum efnum. Æ ljósara hefur orðið á liðnum vikum að Bandaríkjastjórn leggur meira upp úr mögulegu arðbæru viðskiptasambandi við Rússland Pútíns en sjálfsákvörðunarrétti Úkraínumanna. Hann sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta framlengja stríðið í von um að hljóta endurkjör í forsetaembættið en samkvæmt herlögum sem var lýst yfir í Úkraínu við upphaf stríðsins er ólögmætt að halda kosningu til nokkurs embættis. Selenskí sagði hann jaðra við guðdóm í hugum vinstrimanna sem er þó, að hans sögn, talsvert spilltari en Pútín Rússlandsforseti. Sömuleiðis hafði hann Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins að skotspæni. Viðskiptaþvinganir Evrópu landa hafi engin áhrif önnur en að hækka verð á eldsneyti. Hann lýsti áætlun Evrópu felast í því að bíða eftir gjaldþroti Rússlands. Bandaríkjunum stafi mun meiri hætta af umferð báta fíkniefnasmyglara frá Venesúela en nokkurn tímann Rússlandi Pútíns. Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Donald Trump yngri var meðal gesta á ráðstefnu í Dóha, höfuðborg Katars, og nýtti tækifærið til að ausa formælingum á Evrópu og Úkraínu. Hann sagði spillta auðmannsstétt Úkraínu hafa flúið land og skilið „það sem þeir álíta leigubændur“ eftir í skotgröfunum. Sjálfur er Donald Trump yngri gegnir ekki neinu embætti í ríkisstjórn föður síns en er áhrifamikill innan MAGA-hreyfingarinnar. Orðræða MAGA-liða í garð Úkraínumanna og viðleitni þeirra til að gefa ekki eftir ósanngjörnum kröfum Rússa hefur heldur súrnað undanfarið. Forsetasonurinn er á meðal þeirra sem harðast ganga fram í þessum efnum. Æ ljósara hefur orðið á liðnum vikum að Bandaríkjastjórn leggur meira upp úr mögulegu arðbæru viðskiptasambandi við Rússland Pútíns en sjálfsákvörðunarrétti Úkraínumanna. Hann sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta framlengja stríðið í von um að hljóta endurkjör í forsetaembættið en samkvæmt herlögum sem var lýst yfir í Úkraínu við upphaf stríðsins er ólögmætt að halda kosningu til nokkurs embættis. Selenskí sagði hann jaðra við guðdóm í hugum vinstrimanna sem er þó, að hans sögn, talsvert spilltari en Pútín Rússlandsforseti. Sömuleiðis hafði hann Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins að skotspæni. Viðskiptaþvinganir Evrópu landa hafi engin áhrif önnur en að hækka verð á eldsneyti. Hann lýsti áætlun Evrópu felast í því að bíða eftir gjaldþroti Rússlands. Bandaríkjunum stafi mun meiri hætta af umferð báta fíkniefnasmyglara frá Venesúela en nokkurn tímann Rússlandi Pútíns.
Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira