Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2025 10:03 Alejandro Gil Ferández, þáverandi efnahagsráðherra Kúbu, árið 2021. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir meinta glæpi sem óljóst er hverjir eru. Vísir/EPA Hæstiréttur Kúbu tilkynnti í gær að fyrrverandi efnahagsráðherra landsins og einn nánasti samstarfsmaður forsetans hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir og spillingu. Hvorki var upplýst um hvað hann hefði sér nákvæmlega til saka unnið né fyrir hvern hann ætti að hafa njósnað. Alejandro Gil Fernández var efnahagsráðherra Kúbu frá 2018 þar til í fyrra. Miguel Díaz-Canel, forseti, gerði hann einnig aðstoðarforsætisráðherra árið 2019. Díaz-Canel rak Gil í mars í fyrra og sagði ráðherrann hafa gert „alvarleg mistök“. Spilling yrði ekki liðin. Ekki kom þó fram í hverju meint spilling Gil átti að felast. Enginn er vísari um sakir ráðherrans eftir tilkynningu hæstaréttar í gær. Aðeins kom fram að hann hefði hlotið lífstíðardóm fyrir njósnir og tuttugu ára fangelsisdóm fyrir aðra glæpi, þar á meðal mútugreiðslur, skjalafals og skattsvik. Gil var sakaður um að misnota stöðu sína til að skara eld að eigin köku. Hann hefði þegið fé frá erlendum fyrirtækjum AP-fréttastofan gerði tilraun til að ná í Gil og að finna lögmann sem kæmi fram fyrir hönd hans en hafði ekki erindi sem erfiði. Fór fyrir umbótum í peningastefnunni Gil var andlit meiriháttar umbóta á peningastefnu Kúbu sem stjórnvöld þar hrundu af stað árið 2021. Markmið þeirra var að sameina gjaldmiðla landsins en Kúba hefur lengi haft tvo opinbera gjaldmiðla: einn fyrir innfædda en annan fyrir erlenda ferðamenn. Sá síðarnefndi var lagður af fyrir fjórum árum. Kúba hefur glímt við mikla efnahagslega erfiðleika að undanförnu. Kreppan hefur bæði leitt til vöruskorts og viðvarandi rafmagnstruflana í kommúnistaríkinu. Gil er hæst setti embættismaðurinn sem hefur verið settur af á Kúbu frá árinu 2009. Þá voru þáverandi varaforseti og utanríkisráðherra leystir frá störfum og sakaðir um að leka trúnaðarupplýsingum. Þeir sluppu þó við refsivönd dómstóla. Kúba Erlend sakamál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Alejandro Gil Fernández var efnahagsráðherra Kúbu frá 2018 þar til í fyrra. Miguel Díaz-Canel, forseti, gerði hann einnig aðstoðarforsætisráðherra árið 2019. Díaz-Canel rak Gil í mars í fyrra og sagði ráðherrann hafa gert „alvarleg mistök“. Spilling yrði ekki liðin. Ekki kom þó fram í hverju meint spilling Gil átti að felast. Enginn er vísari um sakir ráðherrans eftir tilkynningu hæstaréttar í gær. Aðeins kom fram að hann hefði hlotið lífstíðardóm fyrir njósnir og tuttugu ára fangelsisdóm fyrir aðra glæpi, þar á meðal mútugreiðslur, skjalafals og skattsvik. Gil var sakaður um að misnota stöðu sína til að skara eld að eigin köku. Hann hefði þegið fé frá erlendum fyrirtækjum AP-fréttastofan gerði tilraun til að ná í Gil og að finna lögmann sem kæmi fram fyrir hönd hans en hafði ekki erindi sem erfiði. Fór fyrir umbótum í peningastefnunni Gil var andlit meiriháttar umbóta á peningastefnu Kúbu sem stjórnvöld þar hrundu af stað árið 2021. Markmið þeirra var að sameina gjaldmiðla landsins en Kúba hefur lengi haft tvo opinbera gjaldmiðla: einn fyrir innfædda en annan fyrir erlenda ferðamenn. Sá síðarnefndi var lagður af fyrir fjórum árum. Kúba hefur glímt við mikla efnahagslega erfiðleika að undanförnu. Kreppan hefur bæði leitt til vöruskorts og viðvarandi rafmagnstruflana í kommúnistaríkinu. Gil er hæst setti embættismaðurinn sem hefur verið settur af á Kúbu frá árinu 2009. Þá voru þáverandi varaforseti og utanríkisráðherra leystir frá störfum og sakaðir um að leka trúnaðarupplýsingum. Þeir sluppu þó við refsivönd dómstóla.
Kúba Erlend sakamál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira