Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 14:32 Sir Jim Ratcliffe í stúkunni á United-leik að ræða málin við Jason Wilcox, yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjórann Omar Berrada. Getty/Simon Stacpoole Nettóskuldir Manchester United hafa í fyrsta sinn farið yfir einn milljarð dala vegna lántaka í sumar til leikmannakaupa, sem hefur fært heildarskuldir félagsins í hæstu stöðu frá yfirtöku Glazer-fjölskyldunnar árið 2005. Einn milljarður Bandaríkjadala er 127 milljarðar í íslenskum krónum. Í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins, sem birt var í dag, voru langtímalán United – skuldabagginn sem safnast hefur upp frá skuldsettri yfirtöku Glazer-fjölskyldunnar sögð vera 481 milljón punda eða 82 milljarðar króna. En með því að United notaði aðrar 105 milljónir punda af yfirdráttarheimild sinni – viðbótarlántökuleið – og færði heildarlántökur sínar þar í 268 milljónir punda, hafa heildarnettóskuldir United vaxið í 749 milljónir punda sem er meira en milljarður dollara og meira en 127 milljarðar íslenskra króna. 🚨 BREAKING: Man United's net debt has now risen to its highest ever level of £749.2m after the club borrowed an additional £105M from its credit facility. The debt from the Glazer takeover remains unchanged at £481m. @ChrisWheelerDM 💰⛔️ pic.twitter.com/U7m0zvtsvF— The United HQ (@TheUTDHQ) December 11, 2025 United hefur staðið í skilum með gríðarlegar skuldir sínar síðan Glazer-fjölskyldan, eigendur NFL-liðsins Tampa Bay Buccaneers, keypti hið áður skuldlausa félag fyrir tuttugu árum. INEOS Group, undir forystu ríkasta manns Bretlands, Sir Jim Ratcliffe, varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024 eftir að hafa eignast 27,7% hlut í félaginu í samningi sem kostaði 1,3 milljarða punda eða 222 milljarða króna. Ratcliffe og INEOS hafa síðan staðið fyrir niðurskurðaraðgerðum á Old Trafford sem miða að því að draga úr kostnaði og gera félagið sjálfbærara. Þrátt fyrir að hafa í fyrsta sinn farið yfir milljarðs dala skuldaviðmiðið heldur framkvæmdastjóri United, Omar Berrada, því fram að nýjustu fjárhagsupplýsingar sýni að félagið sé að taka „miklum framförum í umbreytingu félagsins.“ United er án Evrópukeppni á þessu tímabili en liðið tilkynnti um þrettán milljóna punda rekstrarhagnað fyrir fyrstu þrjá mánuði tímabilsins, en á sama tímabili í fyrra varð 6,9 milljóna punda tap. Heildartekjur United á tímabilinu lækkuðu um tvö prósent í 140,3 milljónir punda vegna fjarveru karlaliðsins úr Evrópukeppni, en liðið situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Ruben Amorim. Kvennaliðið, sem Marc Skinner þjálfar, situr í þriðja sæti ensku ofurdeildarinnar og keppir í Meistaradeild kvenna. 🚨🚨| NEW: Manchester United’s net 𝐃𝐄𝐁𝐓 has climbed to a record £749.2M after taking an extra £105M from its credit facility.The £481M Glazer takeover debt stays the same.[@ChrisWheelerDM] pic.twitter.com/AZhVf1i11T— CentreGoals. (@centregoals) December 11, 2025 Enski boltinn Manchester United Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Einn milljarður Bandaríkjadala er 127 milljarðar í íslenskum krónum. Í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins, sem birt var í dag, voru langtímalán United – skuldabagginn sem safnast hefur upp frá skuldsettri yfirtöku Glazer-fjölskyldunnar sögð vera 481 milljón punda eða 82 milljarðar króna. En með því að United notaði aðrar 105 milljónir punda af yfirdráttarheimild sinni – viðbótarlántökuleið – og færði heildarlántökur sínar þar í 268 milljónir punda, hafa heildarnettóskuldir United vaxið í 749 milljónir punda sem er meira en milljarður dollara og meira en 127 milljarðar íslenskra króna. 🚨 BREAKING: Man United's net debt has now risen to its highest ever level of £749.2m after the club borrowed an additional £105M from its credit facility. The debt from the Glazer takeover remains unchanged at £481m. @ChrisWheelerDM 💰⛔️ pic.twitter.com/U7m0zvtsvF— The United HQ (@TheUTDHQ) December 11, 2025 United hefur staðið í skilum með gríðarlegar skuldir sínar síðan Glazer-fjölskyldan, eigendur NFL-liðsins Tampa Bay Buccaneers, keypti hið áður skuldlausa félag fyrir tuttugu árum. INEOS Group, undir forystu ríkasta manns Bretlands, Sir Jim Ratcliffe, varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024 eftir að hafa eignast 27,7% hlut í félaginu í samningi sem kostaði 1,3 milljarða punda eða 222 milljarða króna. Ratcliffe og INEOS hafa síðan staðið fyrir niðurskurðaraðgerðum á Old Trafford sem miða að því að draga úr kostnaði og gera félagið sjálfbærara. Þrátt fyrir að hafa í fyrsta sinn farið yfir milljarðs dala skuldaviðmiðið heldur framkvæmdastjóri United, Omar Berrada, því fram að nýjustu fjárhagsupplýsingar sýni að félagið sé að taka „miklum framförum í umbreytingu félagsins.“ United er án Evrópukeppni á þessu tímabili en liðið tilkynnti um þrettán milljóna punda rekstrarhagnað fyrir fyrstu þrjá mánuði tímabilsins, en á sama tímabili í fyrra varð 6,9 milljóna punda tap. Heildartekjur United á tímabilinu lækkuðu um tvö prósent í 140,3 milljónir punda vegna fjarveru karlaliðsins úr Evrópukeppni, en liðið situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Ruben Amorim. Kvennaliðið, sem Marc Skinner þjálfar, situr í þriðja sæti ensku ofurdeildarinnar og keppir í Meistaradeild kvenna. 🚨🚨| NEW: Manchester United’s net 𝐃𝐄𝐁𝐓 has climbed to a record £749.2M after taking an extra £105M from its credit facility.The £481M Glazer takeover debt stays the same.[@ChrisWheelerDM] pic.twitter.com/AZhVf1i11T— CentreGoals. (@centregoals) December 11, 2025
Enski boltinn Manchester United Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira