Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2025 13:10 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm EES-samningurinn var fyrirferðamikill í umræðum um störf þingsins í morgun. Þingmenn Viðreisnar segja það hafa gríðarlega slæm áhrif að ganga úr samstarfinu, en þingmaður Miðflokksins gagnrýnir að stjórnarflokkar séu ekki reiðubúnir að taka umræðuna um málið. Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri. Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri.
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira